STOFNFUNDUR STJÖRNUKVENNA
Starf Stjörnukvenna veturinn 2019-2020
Stofnfundur 5. september 2019Fræðslukvöld Stjörnukvenna 7. nóvember 2019 – Dr. Erla Björnsdóttir með erindið „Betri svefn – grunnstoð heilsu“. Anna Möller, Bergþóra Sigmundsdóttir og Elín Birna Guðmundsdóttir með stuttar sögur úr starfi sínu innan Stjörnunnar.Glögg og gleði Stjörnunnar 5. desember – upphitun fyrir Stjörnufólk í anda jólanna.
Fyrirhugað var að halda fyrirlestur í febrúarmánuði um mikilvægi samstunda fjölskyldunnar og fá til okkar Theodór Francis Birgisson fjölskylduráðgjafa að ræða þau mál. Það varð því miður ekki að veruleika frekar en fleiri viðburðir á vegum Stjörnukvenna sökum Covid faraldurs.
Haustið 2020 kom stjórn aftur saman og ný stjórn mynduð. Ákveðið var að halda áfram efla aðkomu kvenna innan Stjörnunnar ásamt því að sinna fræðslu- og uppbyggingarstarfi.
Fyrirhugað er að fyrsta úthlutun úr styrktarsjóði Stjörnukvenna verði í nóvember 2020.