STJÖRNUHEIMILIÐ

Stjörnusalurinn er 150 fm salur sem er bjartur og hlýr. Eldhúsaðstaða er góð til eldunar og eins er pallur fyrir utan salinn þar sem hægt er að grilla. ATH grill fylgir ekki.

Lítil forstofa er á salnum þar sem er fatahengi og eins er gengið frá henni inn á salerni. Borð og stóla fylgja salnum en áætlað er að salurinn taki að hámarki um 80 manns í sitjandi borðhald.

Bókanir og nánari upplýsingar: salir@stjarnan.is

DÚLLUBAR

Dúllubarinn er 100 fm bar sem tilvalin er fyrir afmæli eða veisluhöld þar sem um léttar veitingar er að ræða. Aðgangur er að bjórdælu og kælum fyrir fljótandi veitingar og eins eru háborð þar sem auðveldlega er hægt að raða upp pinnamat á skemmtilegan máta.

Áætlað er að salurinn taki að hámarki um 150 manns í standandi veislu.

Bókanir og nánari upplýsingar: salir@stjarnan.is