SAGA STJÖRNUNNAR
Meðal frumbyggjanna í Silfurtúni var ungur prestur, séra Bragi Friðriksson (síðar sóknarprestur Garðabæjar), sem starfaði að æskulýðsmálum í Reykjavík og var jafnframt stundakennari í barnaskólanum. Hann skynjaði mikla þörf fyrir að hefja félagsstarf fyrir ungmennin í Garðahreppi en eina athvarf þeirra utan skólatíma var sjoppa við Hafnarfjarðarveginn sem þau kölluðu „menningarmiðstöðina“ sín á milli. Séra Bragi ræddi málið við Vilberg Júlíusson skólastjóra Barnaskólans og saman tóku þeir höndum um að senda dreifibréf í öll hús í sveitarfélaginu og boða til stofnfundar æskulýðsfélags sem haldinn var í skólastofu hinn 30. október 1960. Um 40 manns sóttu fundinn, langflestir ungmenni úr nágrenninu.
Þetta varð kveikjan að stofnun UMF Stjörnunnar 30. október 1960.
Til að lesa allan textan eftir Steinar J. Lúðvíksson ýtið á hlekkinn hér að neðan: