• 691

  FJÖLDI IÐKENDA

 • 170

  FJÖLDI DRENGJA

 • 521

  FJÖLDI STÚLKNA

BARNA- OG UNGLINGASTARF FIMLEIKADEILDAR

Barna- og unglingastarf fimleikadeildar Stjörnunnar skiptist upp í þrjá flokka:

 • Yngri barna starf
 • Áhaldafimleika kvenna
 • Hópfimleika kvenna og karla

Hópfimleikar eru umfangsmesti flokkurinn í starfsemi deildarinnar og skipar því sérstakan yfirþjálfara yfir þeim hluta. Yfirþjálfari hópfimleika er Una Brá Jónsdóttir en netfang hennar eru að finna undir starfsmenn sem þú getur flutt þig til með því að klikka hér. Í handbók félagsins sem hægt er að skoða með því að klikka hér er hægt að skoða nánar um hlutverk og verkefnalýsingu yfirþjálfara.

 

Yngra barna starf

 • Krílanámskeið fyrir 2-4 ára drengi og stúlkur
 • G- hópa 5 ára og 6 ára fyrir drengi og stúlkur

 

Áhaldafimleikar kvenna

Fyrir stúlkur frá 2. bekk og eldri þar sem byrjað er í 6. þrepi og svo þegar iðkendur hafa náð ákveðinni færni færast þeir upp um þrep. Keppt og æft er á fjórum áhöldum; tvíslá, slá, stökki og gólfi.

Hér er stutt kynningarmyndband um áhaldafimleika sem Fimleikasamband Íslands útbjó.

 

Hópfimleikar

Fyrir stúlkur og drengi frá 2. bekk og eldri. Stúlkur byrja í 6.
flokki og drengir í kk yngri C. Iðkendur færast svo upp um flokk eftir
aldri. Keppt og æft er í þremur áhöldum, trampólíni, dýnu og gólfæfingum.

Hér er stutt kynningarmyndband um hópfimleika sem Fimleikasamband Íslands útbjó.