STJÖRNUKONUR

STJÖRNUKONUR – ÖFLUGT KVENNASTARF Í SINNI BESTU MYND 

 Hugmyndin að góðgerðarfélaginu Stjörnukonur kviknaði þegar ég kynnti mér það frábæra starf sem KR-konur hafa unnið allt frá 1973. Í því félagi eru um 200 konur sem vinna ötullega fyrir barna- og unglingastarf KR. Mér fannst því mjög spennandi að kynna hugmyndina fyrir konum í Garðabæ og hrinda hugmynd minni í framkvæmd. 

 Ég fékk nokkrar öflugar konur á stofnfund félagsins í júní síðastliðnum og reyndi að hafa stofnhópinn með eins mikinn þverskurð úr starfi Stjörnunnar og hægt var. Hugmyndin var kynnt og sagt frá hvernig hún hafði kviknaði eftir að  starf mitt  í sjálfboðastörfum innan félagsins. Mér hefur þótt minna um sjálfboðaliða og vanta frekara handbragð kvenna í starfinu. Við búum í bæjarfélagi þar sem mikið er af öflugum konum sem geta og vilja leggja sitt af mörkum. Með tilkomu Stjörnukvenna er frekari vettvangur fyrir þær konur að sameina krafta sína í sameinuðum hópi. Okkur í stofnhópnum þótti mikilvægt að sjónarmið flestra deilda og hagsmunir gætu notið sín og var ákveðið bjóða öflugum konum að hittast í Stjörnuheimilinu þann 5. September sl til að slást í hópinn. Tókst það með eindæmum vel en um 120 konur komu saman það kvöld og eru orðnar meðlimir í Stjörnukonum.   

 Tilgangur Stjörnukvenna er margþættur. Meginmarkmiðið er að styrkja og efla barna- og unglingastarf, sinna fræðslu- og uppbyggingarstarfi og vera góðgerðarfélag sem styrkir góð og verðug málefni. Hugmyndin er að fá til okkar fyrirlesara og vera með fjölbreytta fræðslu sem hentar iðkendum Stjörnunnar og aðstandendum. Þar sem mikilvægt og gott starf er unnið í Stjörnunni munu Stjörnukonur ekki fara inn á þau svið sem eru í góðum farvegi nú þegar, heldur styðja við enn öflugra starf innan deildanna.  

 Verkefnið er rétt að byrja og verður gaman að efla það með öllum þeim konum sem nú þegar hafa gengið í Stjörnukonur. Öllum hugmyndum verður tekið fagnandi og langar okkur að standa vel að starfinu svo það eigi blómlega framtíð. Allar konur sem hafa sterk tengsl til Stjörnunnar er því boðið að slást í för með okkur. Næstu skref er að hittast í byrjun nóvember og fara yfir dagskrá vetrarins. Kynnum nefndir og óskum eftir aðilum í nefndarstörf. Einnig til að viðra hugmyndir og stilla saman strengi. Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur Stjörnukonum! 

 Hægt er að fylgjast með okkur á Facebook og Instagram undir Stjörnukonur. Eins er hægt að senda okkur fyrirspurnir á stjornukonur@stjarnan.is 

 Fh Stjörnukvenna,  

Harpa Rós Gísladóttir