REGLUGERÐ UM HEIÐURSVIÐURKENNINGAR UMF STJÖRNUNNAR

Heiðursviðurkenningar UMF Stjörnunnar eru veittar árlega í tengslum við Aðalfund félagsins. 

Er öllum félagsmönnum frjálst að koma með tillögur að heiðrunum félaga, félagasamtaka og/eða sveitafélags sem unnið hefur óeigingjarnt starfi í þágu félagsins. Allar tilnefningar skulu berast á netfangið heidursvidurkenningar@stjarnan.is 

Mikilvægt er að fullt nafn og kennitala þess einstaklings sem tilnefndur er komi fram í póstinum ásamt stuttri umsögn eða yfirliti yfir það framlag sem viðkomandi hefur sinnt fyrir UMF Stjörnuna. Öllum tilnefningum skal skila inn á áðurnefnt netfang fyrir 15.mars ár hvert. 

Heiðursviðurkenninganefnd Stjörnunnar fer yfir alla þær tilnefningar sem borist hafa ár hvert og leggja fram tillögu til aðalstjórnar að úthlutun fyrir komandi Aðalfund félagsins. 

GULLMERKI MEÐ LÁRVIÐARSVEIG

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir mikil og farsæl sjálfboðaliðastörf í þágu félagsins í a.m.k. 20  ár og skal viðkomandi hafa náð 45 ára aldri við afhendinguna. Þeir sem hljóta þessa viðurkenningu verða heiðursfélagar Stjörnunnar. Aldrei mega fleiri en 15 félagar, vera handhafar heiðursviðurkenningarinnar á sama tíma. Skal sá sem tilnefndur er til að fá Gullstjörnu með lárviðarsveig hafa fengið Gullstjörnu áður.

GULLSTJARNAN

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 15 ára sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins. Viðtakandi skal hafa náð 40 ára aldri við afhendinguna. Að jafnaði skal sá sem hlýtur Gullstjörnu hafa fengið Silfurstjörnu áður.

SILFURSTJARNAN

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 10 ára sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins. Að jafnaði skal sá sem hlýtur Silfurstjörnu hafa fengið Bronsstjörnu áður.

BRONSSTJARNAN

Starfsmerki félagsins.  Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 5  ára sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins.

FÉLAGSMÁLASKJÖLDUR

Félagsmálaskjöld UMF Stjörnunnar skal veita á árlega.  Skjöldurinn er veittur einstaklingi sem unnið hefur félaginu ómetanlegt starf í áraraðir.  Þrír síðustu handhafar skjaldarins gera tillögu til aðalstjórnar um hver skuli hljóta hann.

SILFURPENINGUR

Viðurkenningu þessa er heimilt að veita aðilum utan félagsins sem hafa starfað fyrir það eða greitt götu þess á einn eða annan hátt og ástæða þykir til að þakka sérstaklega fyrir veittan stuðning eða hlýhug til félagsins.  Heimilt er að veita einstaklingum jafnt sem félögum og fyrirtækjum þessa viðurkenningu.

SILFURBARMMERKI

„Stjarna inni í hring“ er heimilt veita leikmönnum/starfsmönnum sem keppt hafa eða starfað fyrir félagið (samfellt) í  a.m.k. 5 ár eftir 18 ára aldur.

GULLBARMMERKI

„Stjarna inni í hring“ er heimilt veita leikmönnum/starfsmönnum sem keppt hafa eða starfað fyrir félagið (samfellt) í  a.m.k. 10 ár eftir 18 ára aldur.

Liquid error (sections/pagefly-section line 8): Could not find asset snippets/pf-3b8bd01a.liquid