LÍKAMSRÆKT
Frá árinu 1989 hafa Elín Birna Guðmundsdóttir og Ólafur Ágúst Gíslason Íþróttakennarar starfrækt Líkamsrækt B&Ó í Ásgarði í samstarfi við Almenningsíþróttadeild Störnunnar sem stofnuð var utan um starfsemina árið 1994.
Um er að ræða morgunhóp kvenna og siðdegishópa kvenna og karla.
Sjá tímatöflu fyrir neðan.
Laugardagar eru göngudagar. Annan hvern laugardag er farið í lengri göngur og þá oft út fyrir bæjarmörkin og jafnvel komið við á kaffihúsi til að slaka á og spjalla saman.
Mikil áhersla er lögð á félagslega þáttinn í þesari líkamsrækt. Eins og gerist og gengur í góðum félagsskap hafa skapast margar hefðir t.d. eru haldnir vor og haust fagnaðir, þorrablót og jeppaferðir svo fátt eitt sé nefnt .
Svo að við notum orð iðkenda um flélagsskapinn þá er þetta orðið eins og ein “Stórfjölskylda“
Því fer þó fjarri að þetta sé lokaður hópur því á hverju ári bætast nýjir þátttakendur við sem ætíð eru boðnir velkomnir.
Mottó Líkamsræktarinnar er “Við viljum lifa”
Haustnámskeið hefst mánudaginn 6. september
Nánari upplýsingar og skráning:
Birna: 891-8511
Ólafur: 847-2916
___
Stundatafla haust 2021 - Birna (Konur)
DAGUR | TÍMI | STAÐSETING |
Mánudagur | 8:00 & 17:00 | Ásgarður |
Miðvikudagur | 8:00 & 17:00 | Ásgarður |
Föstudagur | 8:00 | Ásgarður |
Laugardagur | 9:30 | Útivera |
Stundatafla haust 2021 - Ólafur (Karlar)
DAGUR | TÍMI | STAÐSETING |
Mánudagur | 17:50 & 18:40 | Ásgarður |
Miðvikudagur | 17:50 & 18:40 | Ásgarður |
Laugardagur | 9:30 | Útivera |
-
ELÍN BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR
ÍÞRÓTTAKENNARI
SÍMI 891-8511
-
ÓLAFUR ÁGÚST GÍSLASON
ÍÞRÓTTAKENNARI
SÍMI 847-2916