STARFSEMI LYFTINGADEILDAR

Árið 2011 stofnuðu nokkrir ungir menn íþróttafélag hér í bænum, Kraftlyftingafélag Garðabæjar, sem hafði meðal annars það að markmiði að skapa góða aðstöðu til kraft- og styrktarþjálfunar.

Lyftingadeild Stjörnunnar er arftaki gamla félagsins en það fór undir merki Stjörnunnar árið 2012. Í dag er deildin með eina bestu aðstöðu á landinu fyrir ólympískar og kraftlyftingar. 11 lyftingarekka, 4 bekkpressubekki og mikið magn af keppnislóðum. Lóðin eru frá Eleiko og Rogue og eru þau stimpluð lögleg í keppni innan IPF og IWF.

Lyftingadeildin sendir keppendur á mót hjá Kraflyftingasambandi Íslands og Lyftingasambandi Íslands en bæði samböndin eru hluti af ÍSÍ. Það þýðir að keppendur deildarinnar geta sett sér háleit markmið og stefnt á alþjóðleg mót innanlands og utanlands. Markmið deildarinnar eru að bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu, þjálfa upp fyrsta flokks íþróttafólk og stuðla að góðu umhverfi sem iðkendur vilja vera í.