UMF Stjarnan ræður inn nýjan fjármálastjóra

UMF Stjarnan ræður inn nýjan fjármálastjóra

Pálmi Geir Jónsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Ungmennafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ. Pálmi er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði. Pálmi hefur síðastliðin tvö ár starfað sem sérfræðingur á vörslu- og uppgjörssviði hjá Kviku banka.

Pálmi er uppalinn í Skagafirði og hefur spilað körfubolta frá unga aldri. Pálmi var hluti af liði Vals sem var Íslandsmeistari leiktímabilið 2021-2022 og færði sig svo um set eftir það tímabil og hefur leikið með liði Álftaness í 1. deild á yfirstandandi tímabili.

Starf fjármálastjóra var auglýst um miðjan nóvember sl. og bárust félaginu um 40 umsóknir. Ráðningarferlið annaðist framkvæmdastjóri félagsins ásamt fulltrúa úr aðalstjórn sem fóru yfir umsóknir, tóku viðtöl og lögðu mat á hæfi umsækjenda.

Með hliðsjón af reynslu Pálma, þekkingu hans á fjármálum og reynslu úr umhverfi íþróttafélaga var hann ráðinn í starf fjármálastjóra Ungmennafélagsins Stjörnunnar.

Félagið væntir mikils af störfum Pálma og býður hann hjartanlega velkominn til starfa hjá félaginu.

#Skíni Stjarnan

 

Til baka í blogg