UMF Stjarnan auglýsir eftir Fjármálastjóra

UMF Stjarnan auglýsir eftir Fjármálastjóra

UMF Stjarnan auglýsir eftir fjármálastjóra. Um er að ræða lykilstöðu innan félagsins. Fjármálastjóri heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með honum sem og öðru starfsfólki félagsins. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á fjármálum og getur unnið í krefjandi, kviku og skemmtilegu starfsumhverfi.

UMF Stjarnan er vaxandi íþróttafélag með fjölbreytta starfsemi. Rekstur þess er umfangsmikill en innan félagsins starfa nú 7 deildir. Að auki sér félagið um rekstur knattspyrnuvallar, skrifstofu og félagsheimilis.

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri félagsins baldvin@stjarnan.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbéfi. Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember nk.

Einnig er tekið við umsóknum á atvinna@stjarnan.is

Til baka í blogg