Þjálfarar ársins 2023 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir & Vilhjálmur Halldórsson

Þjálfarar ársins 2023 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir & Vilhjálmur Halldórsson

Þessi frétt er af heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Þjálfarar ársins 2023 eru þau Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir knattspyrnuþjálfari fatlaðra í Stjörnunni og Ösp og Vilhjálmur Halldórsson handboltaþjálfari 5. fl. karla og 4. fl. kvenna í Stjörnunni. Karlalið meistaraflokks UMFÁ í körfubolta er lið ársins

Gunnhildur Yrsa og Vilhjálmur eru þjálfarar ársins 2023. Mynd: Garðapósturinn

Á Íþróttahátíð Garðabæjar í dag voru veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins og lið ársins. 

Þjálfarar ársins 2023

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir knattspyrnuþjálfari fatlaðra í Stjörnunni og Ösp
Gunnhildur Yrsa byrjaði að þjálfa “fótbolta fyrir alla” árið 2010 þar sem boðið var upp á æfingar fyrir börn með sérþarfir. Svo hef hún unnið einnig sjálfboðastarf fyrir Special Olympics í Flórída á meðan hún spilaði þar. Þegar Gunnhildur Yrsa flutti heim í byrjun 2023 var hún ráðin sem yfirþjálfari fótbolta hjá Öspinni og ákvað að sameina það með Stjörnunni. Núna eru 40 iðkendur skráðir frá aldrinum 6 ár til 48 ára sem æfa tvisvar í viku hér í Garðabæ. Hópurinn er með 5 þjálfara sem eru að vinna frábært starf undir stjórn Gunnhildar Yrsu. Æfingahópurinn er að fara til Danmerkur að keppa i Special Olympics móti í maí.

Vilhjálmur Halldórsson handboltaþjálfari 5. fl. karla og 4. fl. kvenna í Stjörnunni
Vilhjálm Halldórsson hefur starfað lengi fyrir handboltann í Stjörnunni eða frá árinu 1999 og er ómetanlegt hvað hann hefur gefið mikið af sér til félagsins. Í dag er hann þjálfari hjá 5. flokki karla og 4. flokk kvenna þar sem fagmennska, áhugi og gæði einkenna hans vinnu fyrir handboltann. Leikmenn sem æfa hjá honum finna vel fyrir þeim brennandi áhuga sem hann hefur fyrir íþróttinni og smitast það til allra sem eru á æfingum. Áherslur hans varðandi þjálfun eru einnig réttar, hann vill að iðkendur njóti þess að spila/æfa handbolta og leggur mikið upp úr því að liðsandi sé góður og allir leikmenn óháð getu njóti sín á æfingum.

Lið ársins

Karlalið meistaraflokks UMFÁ í körfubolta sigraði á deildarkeppni KKÍ í 1. deild og hefur haustið 2023 verið áberandi spútniklið úrvalsdeildarinnar. Liðið tapaði einungis einum leik fyrir jól og sýndi mikla yfirburði í deildinni á móti mótherjum sínum. Við lok tímabils hafði Álftanes unnið 22 leiki og tapað 5. Liðið var sókndjarft og keyrði hratt á mótherja sína. Kjarni þess liðs hefur svo fylgt liðinu upp í efstu deild og með öflugri viðbót leikmanna hefur liðið svo sannarlega vakið mikla og verðskuldaða athygli.

Þjálfari liðsins er Kjartan Atli Kjartansson. 

 

Til baka í blogg