Stjörnustelpur sigruðu úrslitakeppni 1. deildar kvenna í gærkvöldi með frábærum sigri á Þór Akureyri 67 gegn 57. Leikurinn var sá fimmti og síðasti í úrslitaviðureign liðanna þar sem bæði lið höfðu unnið 2 leiki.
Riley átti stórleik og skilaði 42 framlagsstigum, 22 stigum, 13 fráköstum og 7 stolnum boltum. Ísold og Diljá voru mjög atkvæðamiklar með 16 og 15 stig, og Ísold átti auk þess 8 stoðsendingar og stal 7 boltum.
Stjarnan hefur náð frábærum árangri í vetur með yngsta meistaraflokkslið landsins. Liðið leikur í Subway deildinni á næsta ári!
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Skíni Stjarnan!