STJARNAN OG HEKLA SKÍNA Í GARÐABÆ

STJARNAN OG HEKLA SKÍNA Í GARÐABÆ

Bílaumboðið Hekla og handknattleiksdeild Stjörnunnar hafa undirritað tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér að Hekla er nú einn helsti styrktaraðili deildarinnar. Með þessu er tryggt að Stjarnan og Hekla muni skína í Garðabæ, en fyrirhugað er að Hekla flytji alla starfsemi sína í bæjarfélagið innan tíðar. Samningur þessara aðila undirstrikar mikilvægi samstarfs atvinnu- og íþróttalífs þar sem hagur nærumhverfisins er hafður að leiðarljósi. 

 

,,Við erum himinlifandi með stuðning stórfyrirtækis á borð við Heklu, enda mikilvægt fyrir okkur í handboltanum að eiga í góðu samstarfi við bæjarbúa, þá sem þar starfa og búa. Við hlökkum til samstarfs með þeim næstu árin og er ég viss um að báðir aðilir eiga eftir að blómstra. Hekla mun flytja með alla starfsemi í Garðabæinn innan skamms og að þeir styrki svona myndarlega við íþróttalífið í bænum okkar er virðingavert,” segir Patrekur Jóhannesson, íþrótta- og rekstrarstjóri handknattleiksdeildar Stjörnunnar. 

 

Það er okkur mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að taka þátt í starfi handknattleiksdeildar Stjörnunnar og vonumst við hjá Heklu til þess að styrkurinn nýtist í uppbyggingu handboltans í Garðabæ. Það er virkilega gaman að finna fyrir þeim krafti sem ríkir hjá forsvarsfólki handknattleiksdeildar Stjörnunnar og við höfum því fulla trú á að samstarf okkar leiði gott af sér. Það er tilhlökkun að komast í Garðabæinn og ég veit að leikgleði og metnaður beggja aðila verður leiðarljós til framtíðar,“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu 

 

Við óskum handknattleiksdeildinni og Heklu innilega til hamingju og hlökkum til þess að sjá merki beggja aðila einkenna handboltatreyjurnar næstu tvö árin. 

 

SKÍNI STJARNAN 

Til baka í blogg