Stjarnan Lengjubikarmeistari 2023 - Kvenna

Stjarnan Lengjubikarmeistari 2023 - Kvenna

Stjarn­an er Lengjubikarmeistari kvenna í knatt­spyrnu eft­ir spenn­andi úr­slita­leik Lengju­bik­ars­ins gegn Þór/​KA á Sam­sungvell­in­um í Garðabæ laugardaginn 1. apríl. 

Leik­ur­inn endaði 2:2 í venju­leg­um leiktíma og fór því í víta­spyrnu­keppni. Stjarn­an skoraði úr öll­um sín­um vít­um og fékk bik­ar og titil fyr­ir vikið. 

Við erum virkilega ánægð með stelpurnar og hlökkum til að fylgjast með þeim í Bestu deildinni í sumar sem hefst einmitt á leik gegn Þór/KA 26. apríl á Samsungvelli!

SKÍNI STJARNAN! 

MYND: www.mbl.is

Til baka í blogg