RAFÍÞRÓTTA NÁMSKEIÐ STJÖRNUNNAR og ARENA
Vegna gríðarlega vinsælda í rafíþróttum þá höfum við ákveðið í samstarfi við Arena að halda námskeið í rafíþróttum.
Iðkendur læra að spila tölvuleiki undir leiðsögn þjálfara, fá fræðslu um hvernig er að spila í liði og hversu mikilvægt er að huga að góðri heilsu og heilbrigðri spilamennsku í rafíþróttum. Einnig læra þau að virða mótspilara og liðsfélaga sína, ásamt því að bæta samskipti og samvinnu í tölvuleikjum.
Boðið er upp á 6 mismunandi hópa og eru námskeiðin á tímabilinu 1. mars til 19. maí (10 vikur) tekið verður páskafrí.
Hver æfing byrjar á líkamlegri hreyfingu í Jóga herberginu.
Við biðjum forsjáraðila að vera meðvituð um aldursviðmið PEGI. Skráning á æfingar er á ábyrgð forsjáraðila og við skráningu er forsjáraðili að samþykkja að iðkandinn spili þá leiki sem eru í boði með ákveðnum foreldraeftirlits stillingum og undir stjórn þjálfara.
Námskeiðið er haldið í Arena, Smáratorgi 3.
Skráning er hafin hér: https://www.sportabler.com/shop/stjarnan/5651940
