Körfubolti - Stjarnan í undanúrslit

Körfubolti - Stjarnan í undanúrslit

Bæði Stjörnuliðin í Höllina🏀🏀

Báðir meistaraflokkar Stjörnunnar léku í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar í gær. Í húfi fyrir bæði lið var farseðill í "Final Four" í höllinni í janúar.

Strákarnir báru sigurorð af baráttuglöðum Borgnesingum 98-92 og tryggðu sér 5 árið í röð í undanúrslit. Stjarnan er eina liðið sem hefur tryggt sér farseðilinn, hinir leikirnir fara fram í dag.

Stelpurnar áttu erfitt verkefni fyrir höndum gegn úrvalsdeildarliði ÍR á útivelli en þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 84-92 eftir frábæran seinni hálfleik en ÍR var 8 stigum yfir í hálfleik.

Gríðarlega athyglisverður árangur hjá Auði og Arnari og stelpunum þeirra en þær hafa ekki enn tapað leik í vetur þrátt fyrir að uppistaðan í liðinu er einungis 15 ára. Önnur lið í undanúrslitum eru Haukar, Keflavik og Snæfell. Þannig að 2 efstu lið 1. deildar verða bæði í Höllinni í janúar.

Nú bíðum við öll spennt eftir drættinum til að sjá hverjir verða andstæðingar okkar í upphafi næsta árs.

Skíni Stjarnan
Til baka í blogg