Þórarinn Ingi Valdimarsson framlengir til ársins 2024!
Tóti hefur framlengt samningi sínum við félagið til næstu ára. Hann gekk til liðs við félagið árið 2018 frá FH.
“Það er frábært að Tóti skuli halda áfram með okkur, enda vitum við vel hvað hann getur og teljum að hann eigi enn inni, ásamt því að hann hefur reynst yngri leikmönnum vel. Hlutverk hans í hópnum er mjög mikilvægt og Stjörnuhjartað hans er farið að slá fast. Eftir samtöl við Tóta er ljóst að hungrið er svo sannarlega til staðar og við hlökkum til þess að sjá hann áfram í Stjörnutreyjunni”, segir Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla
“Ég er virkilega ánægður og stoltur að framlengja við Stjörnuna. Eftir fyrsta meiðslalausa tímabilið mitt í langan tíma get ég ekki beðið eftir að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Það eru bjartir tímar framundan hjá Stjörnunni og verður gaman að taka þátt í áframhaldandi þróun klúbbsins”, sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson
Innilega til hamingju með nýjan samning Tóti og til hamingju Stjarnan!
Skíni Stjarnan