Íþróttakona Garðabæjar - Ásta Kristinsdóttir - Fimleikar

Íþróttakona Garðabæjar - Ásta Kristinsdóttir - Fimleikar

Ásta Kristinsdóttir varð íslands- og bikarmeistari í hópfimleikum með kvennaliði Stjörnunnar.

Ásta er einn af lykilmönnum liðsins, er í öllum sex stökkumferðunum og með hæsta erfiðleika í öllum stökkum. Einnig sýndi hún glæsilega frammistöðu á dansgólfinu

Ásta var einnig lykilmanneskja í kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í hópfimleikum í september 2022. Hún var ein af sex konum sem var valin í úrvalslið mótsins, „All star“ liðið fyrir frammistöðu sína á dýnu á mótinu.


Í ár var í fyrsta sinn keppt í kvennaflokki og Ásta var fyrst kvenna til að vinna þann flokk. Hún er fyrirmyndar afrekskona í fimleikum og sýnir mikinn metnað til 
að ná árangri í íþróttinni. Ásta var á dögunum útnefnd í 2.-3. sæti sem fimleikakona ársins hjá Fimleikasambandi Íslands.

Við erum gífurlega stolt af Ástu og óskum henni innilega til hamingju með verðskuldaðan titil! 

Skíni Stjarnan 

Frétt tekin af heimasíðu Garðabæjar 

Myndir: Garðapósturinn 

Til baka í blogg