Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gengur til liðs við Stjörnuna

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir gengur til liðs við Stjörnuna

Kæra Stjörnufjölskylda,
Okkar allra besta Gunnhildur Yrsa hefur ákveðið að snúa aftur heim eftir 11 ára dvöl erlendis.
Gunnhildi þarf ekki að kynna fyrir Stjörnufjölskyldunni en hún var síðast hjá okkur árið 2012 áður en hún hélt út í atvinnumennsku.
Hún lék síðast með Orlando Pride þar sem hún hefur verið síðan árið 2021.
Gunnhildur á að baki 96 landsleiki með A-landsliði Íslands og skorað í þeim 14 mörk.
Gunnhildur mun klárlega koma með mikla reynslu og gæði í frábært lið Stjörnunnar sem náði virkilega góðum árangri í fyrra.
„Eftir 11 ára fjarveru er algjör draumur að vera komin aftur heim í Garðabæinn. Stjörnuhjartað hefur aldrei verið stærra. Leikmannhópurinn er einstaklega spennandi og það sem Kristján og Andri eru búnir að byggja upp hérna er magnað, ég er spennt fyrir því að byrja og fá tækifærið til þess að spila með öllum þessum frábæru leikmönnum. Áfram Stjarnan, forever and always!“ – segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Skíni Stjarnan ✨
Til baka í blogg