Framboð til aðalstjórnar

Framboð til aðalstjórnar

Á aðalfundi UMF Stjörnunnar þann 3. maí næstkomandi verður kosið um þrjú sæti í aðalstjórn, tvo stjórnarmenn og einn varastjórnarmann.

Í framboði eru Heiðrún Jónsdóttir og Guðrún Arna Sigurðardóttir sem aðalmenn. Erling Ásgeirsson býður sig fram sem varamaður, framboðin eru til tveggja ára.

Þórdís B. Sigurbjörnsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í aðalstjórn og er henni þakkað fyrir sitt framlag í gegnum árin.

Skíni Stjarnan!

 

 

Til baka í blogg