Sjúkraþjálfarinn Tinna Jökulsdóttir verður með frábært námskeið í boði fyrir iðkendur á aldrinum 12-15 ára (8. – 10. bekkur).
Lögð er áhersla á viðbraðgsþjálfun, einbeitingu, styrk og jafnvægi sem gagnast öllum metnaðarfullum íþróttakrökkum til að ná lengra í sinni íþrótt. Einnig verður farið ítarlega í æfingar sem hjálpa til við meiðslaforvarnir.
Í boði er 8 vikna námskeið þar sem æft er í 1 klst í senn á laugardagsmorgnum frá kl 9.00-10.00. Æfingar hefjast laugardaginn 16. október.
Skráning er hafin á Sportablervefverslun Stjörnunnar.