Bikarævintýri í höllinni!

Bikarævintýri í höllinni!

Bikarvikan fer vel af stað hjá okkar fólki.
Í gær fimmtudag voru spilaðir tveir leikir, sá fyrri var sérstakur, Stjarnan A- Stjarnan B í 10.flokki drengja.
Vitað var að róðurinn yrði erfiður fyrir B liðið en fyrst og síðast var þetta góður dagur fyrir heildina hjá þessum flotta flokki.
Besti leikmaður úrslitaleiksins var Benedikt Björgvinsson sem skilaði 26 stigum, 12 fráköstum og 4 stoðsendingum á aðeins 14 mínútum spiluðum, ekki amalegt.
Seinna um kvöldið áttust við Stjarnan og Njarðvík í 10.fl. stúlkna. Stjarnan er ríkjandi Íslands og bikarmeistari í flokknum en efnilegt lið Njarðvíkur byrjaði frábærlega og leiddu framan af áður en okkar stelpur sigldu fram úr og urðu lokatölur 86-57. 
Elísabet Ólafsdóttir var valin mikilvægasti leikmaður leiksins með tröllatvennu, 18 stig og 17 fráköst.
Við óskum báðum þessum flottu liðum til hamingju með daginn og minnum á að í kvöld kl 19:00 mætast Stjarnan A og B í úrslitum 11.fl.drengja.
A liðið er skipað strákum fæddum 2006 en B liðið er ári yngri, áhugaverð viðureign, hvetjum ykkur til að kíkja á leikinn.
Hafliði Snær hjá Karfan.is á heiðurinn af þessum myndum.
Fleiri myndir af úrslitaleikjunum má nálgast hjá þeim.
Til baka í blogg