Á fundi aðalstjórnar 17. Október síðastliðinn var samþykkt að ráða Baldvin Sturluson Í stöðu framkvæmdastjóra UMF Stjörnunnar.
Baldvin er fæddur árið 1989 og hefur starfað sem fjármálastjóri UMF Stjörnunnar síðan 2020 ásamt því að hafa gegnt stöðu framkvæmdastjóra tímabundið eða frá 1. maí síðastliðnum. Mikil ánægja hefur verið bæði hjá aðalstjórn og deildum félagsins með frammistöðu Baldvins þessa mánuði í starfi framkvæmdastjóra og því afar ánægjulegt að hann hafi verið tilbúin til þess að taka að sér starf framkvæmdastjóra til lengri tíma.
Baldvin hefur bæði verið þjálfari yngri flokka og leikmaður hjá UMF Stjörnunni.
Baldvin lauk BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavik árið 2013 og lauk mastersgráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015.
Baldvin tekur við starfinu af Ásu Ingu Þorsteinsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2016. Um leið og stjórn Stjörnunnar bíður Baldvin velkominn til starfa er Ásu Ingu þakkað fyrir hennar störf fyrir félagið.
Stjörnukveðja,
Sigurður Guðmundsson, formaður UMF Stjörnunnar