TILKYNNINGAR

Óæskileg hegðun

UMF Stjarnan leggur mikla áherslu á að allir iðkendur innan félagsins geti stundað íþrótt sína í öruggu umhverfi.

Ef þú telur þig verða vitni af hegðun eða samskiptum sem þú telur ógna öryggi einstaklings innan félagsins eða grunur leikur á að óæskileg hegðun eigi sér stað hvort sem hún sé í formi eineltis, samskiptavanda eða einhverskonar ofbeldis, er það skýr stefna Stjörnunnar að tekið sé á málinu.

Grun um óeðlilega hegðun ber að tilkynna með formlegum hætti til samskiptaráðgjafa Íþrótta- og æskulýðsstarfs TILKYNNA

Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem kemur upplýsingum á framfæri til viðeigandi aðila. Samskiptaráðgjafi tryggir að málið fari í réttan farveg hjá viðeigandi aðilum og tryggir að tekið sé rétt á málinu.

 

Hlutverk Samskiptaráðgjafa íþrótta og æskulýðsstarfs

Hverjir geta leitað til samskiptaráðgjafa?

Starfssvið samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nær til allrar skipulagðrar starfsemi íþrótta og æskulýðssamtaka sem starfa á grundvelli æskulýðslaga og aðila sem gera samning við Mennta- og barnamálaráðuneytið.

Það þýðir að öll þau sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti, áreitni eða ofbeldi sem þeir telja sig hafa orðið fyrir í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi.

Óháður aðili

Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. 

Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar.

Aðstoðin er þér að kostnaðarlausu

Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi, áreitni eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við samskiptaráðgjafa í netfangi samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is eða hringt í síma 839-9100/783-9100.

Markmið með starfsemi samskiptafulltrúa

Markmið laganna er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir, óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti, geti stundað íþróttir eða æskulýðsstarf og leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. 

Jafnframt segir í lögunum að samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er ekki heimilt að innheimta gjald af þjónustu sinni.

Þagnarskylda

Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er óheimilt að skýra frá þeim atriðum sem hann verður áskynja um í starfi sínu og leynt eiga að fara. Hann getur, óháð þagnarskyldu viðkomandi aðila, krafið þá sem skipuleggja eða bera ábyrgð á íþrótta- eða æskulýðsstarfi um allar þær upplýsingar sem hann metur nauðsynlegar til að hann geti sinnt hlutverki sínu og er viðkomandi aðilum þá skylt að láta honum í té umbeðnar upplýsingar. 

 

Hér að neðan má finna hlekki fyrir leiðbeiningar og fræðsluefni um siðamál:

Samskiptasáttmáli Garðabæjar

Samskiptaráðgjafi íþrótta og æskulýðsstarfs

Æskulýðsvettvangurinn