Barna- og unglingadeild sunddeildar Stjörnunnar skiptist upp í eftirfarandi flokka:

Barnasund með foreldrum
Straumlína – spyrna frá bakka og renna – spyrna frá bakka með kork – flot – fara í kaf og blása frá sér – öndun (blása í vatnið) – hoppa út í laug – skriðsundsfótatök á maga og baki – æfa skriðsundshandatökin ofl. Þetta er fyrsti hópurinn okkar. Vatnsaðlögun – unnið að því að börnunum líði vel í vatninu og læri að bjarga sér.

  • E-hópur
    Straumlínulögun, spyrna frá bakka og renna – hopp af bakka (stunga), fara í kaf og sækja hlut, flot á maga og baki, skriðsunds- og baksundsfótatök, skriðsundshandatakið, baksundshandatakið,öndun í skriðsundi, lega í vatninu, flugsundsfótatök og spyrnur og rennsli frá bakka.
    Leikir, leikir, leikir.

  • D-hópur
    Áfram unnið með sömu áherslur og í E-hóp og bætt við flugsundshandatök og bringusund. Tækniæfingar og leikir.

  • C-hópur
    Framhald af D-hóp. Tækni á öllum sundaðferðum og aukið sundþol. Stunga – snúningar – fjórsund – boðsund.
    Í þessum hóp öðlast börnin sína fyrstu keppnisreynslu utan félagsins.

  • B-hópur
    Hér er haldið áfram að fínpússa tækni, byrjað á þolæfingum og aðrar æfingar kynntar.
    Þessi hópur tekur þátt í fjölmörgum mótum og stefna þessir krakkar helst á að ná lágmörkum fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands sem haldið er á hverju sumri.

  • A-hópur
    Þetta er keppnishópurinn okkar. Í þessum hópum eru alltaf næg verkefni, fjölmörg sundmót, æfingabúðir og annað skemmtilegt. Íslandsmótin í 25m. og 50m. laugum ásamt Aldursflokkameistaramóti Íslands. Í A-hóp eru krakkar sem keppast að því að ná sem bestum árangri og komast í landsliðshópa.

Færsla sundmanna á milli hópa.
Hópaskiptingar sundmanna eru alfarið ákvörðun þjálfara en í samvinnu við foreldra og forráðamenn. Sundmenn færast ekki kerfisbundið upp um hóp, heldur meta þjálfarar hvaða hópi sundmaðurinn tilheyrir, með þarfir og hagsmuni sundmannsins í huga.