STJÖRNUSALUR
Stjörnusalurinn er 150 fm salur sem er bjartur og hlýr. Eldhúsaðstaða er góð til eldunar og eins er pallur fyrir utan salinn þar sem hægt er að grilla. Ath grill fylgir ekki.
Lítil forstofa er á salnum þar sem er fatahengi og eins er gengið frá henni inn á salerni. Borð og stólar fylgja salnum en áætlað er að salurinn taki að hámarki um 80 manns í sitjandi borðhald.
Bókanir og nánari upplýsingar: salir@stjarnan.is.
Dúllubarinn er 100 fm bar sem tilvalin er fyrir afmæli eða veisluhöld þar sem um léttar veitingar er að ræða. Aðgangur er að bjórdælu og kælum fyrir fljótandi veitingar og eins eru háborð þar sem auðveldlega er hægt að raða upp pinnamat á skemmtilegan máta.
Áætlað er að salurinn taki að hámarki um 150 manns í standandi veislu.
Bókanir og nánari upplýsingar: salir@stjarnan.is
DÚLLUBAR
VERÐ OG UMGENGISREGLUR
Leiga á Stjörnusal og Dúllubar / umgengni og skil
Salurinn er ekki leigður til yngri en 25 ára.
Stjörnusalurinn/Dúllubar eru leigðir í því ástandi sem þeir eru í og með því sem þeim fylgir.
• Leigan er 80.000,- fyrir veislur sem eru yfir daginn til kl.18 eins og t.d. fermingar,skírnarveislur og afmæli án áfengis.
• Leigan er 140.000,- fyrir veislur sem ganga inn á kvöldið eins og t.d. stórafmæli/brúðkaup
Greiða þarf helming af leiguverði til þess að staðfesta pöntun og lokagreiðsla tveimur dögum fyrir útleigu inn á reikning 546-26-833 kt. 611175-0199 og senda kvittun á stjarnan@stjarnan.is
Á virkum dögum er salurinn tilbúin til afhendingar kl. 16:00 og um helgar frá kl. 11:00.
Aukadagur undirbúningur fyrir veislu kr.20.000,-
Salurinn/Dúllubar eru leigðir út með engri þjónustu.
Ef bjóða á áfengi er í boði að panta það í gegnum félagið sem er með samning við Ölgerðina.
Veisluhaldi skal ljúki eigi síðar en kl. 01. Umsjónarmaður húsins hefur umsjón með öryggiskerfinu.
Skil á salnum (leigutaki):
✓ Við skil á salnum skal þurrka af borðum og stólum sem notuð eru
✓ Borðum og stólum raðað upp.
✓ Ef hlutir hafa verið færðir til þarf að skila þeim á rétta staði.
✓ Tæma ísskáp EKKI SKILJA EFTIR MAT og tína rusl utandyra
✓ Slökkva á myndvarpa ef hann er notaður
✓ Passa upp á að ganga frá eftir sig í elhúsi, þ.e.a.s. vaska upp allan borðbúnað sem nýttur er, þrífa uppþvottavél, ganga frá borðbúnaði inn í skápa, glös sett aftur í þá kassa sem þau voru í og skilað til baka inn í geymsluna, skola kaffikönnur passa að allt rusl sé í ruslapoka dósir/gler sett í svartan ruslapoka ef leigutaki tekur það ekki með sér.