FORELDRASÁTTMÁLI
BARNA OG UNGLINGASTARF KÖRFUBOLTADEILDAR
Barna- og unglingastarf körfuknattsleiksdeildar Stjörnunnar hefur á fáum árum vaxið úr fámennri deild fárra flokka í fjölmennustu körfuknattleiksdeild landsins, með kringum 550 iðkendur allt frá leikskólaaldri til elstu flokka; stúlknaflokks og unglingaflokks.
Starfinu stýrir yfirþjálfari deildarinnar, hinn margreyndi landsliðsmaður Hlynur Bæringsson, ásamt öflugu barna- og unglingaráði. Mikill metnaður er í starfi deildarinnar og áhersla á fagmennsku, gleði, árangur og stöðugar framfarir og eflingu deildarinnar. Á síðustu árum hefur verið lögð sérstök áhersla á stúlknastarfið með ráðningu úrvalshóps þjálfara til eflingar starfsins og hefur fjöldi stúlkna í körfu í Garðabæ þrefaldast á síðustu árum.
Stjarnan sendir flest keppnislið allra liða á Íslandi til þátttöku í Íslandsmóti, er með einn mesta fjölda, ef ekki mesta, fjölda þátttakenda í afreks- og landsliðshópum KKÍ og hefur verið áberandi í úrslitaleikjum Íslands- og bikarmóta síðustu ár og unnið flesta titla allra liða að jafnaði.
Stjarnan stendur árlega fyrir öflugu minni bolta móti í Ásgarði, Stjörnustríði, og fjölbreyttu afreksstarfi og námskeiðum allt árið um kring. Í boði eru styrktaræfingar, tækniæfingar, styttri námskeið í skólafríum auk öflugs sumarstarfs þegar æfingar vetrartímabils liggja niðri.
Barna- og unglingaráð körfuboltadeildar