HVAÐ ER AÐ VERA STJÖRNUFÉLAGI?

Þann 1. maí 2016 tók UMF Stjarnan upp í samræmi við lög félagsins, félagsgjald fyrir félagsmenn sem greiða ekki æfingagjald. Félagsgjald Stjörnunnar er 5.000 kr. á hvern félaga. Tekjurnar af félagsgjaldinu hvert ár eru nýttar til að fara í nauðsynlegar endurbætur og viðhald á Stjörnuheimilinu sem upphaflega var byggt með söfnun og átaki sjálfboðaliða félagsins.

Á hverju ári er iðkendum eldri en 18 ára og forráðamönnum iðkenda félagsins sendur valkvæður greiðsluseðil í heimabankann sem við hvetjum alla til að greiða og leggja þannig sitt að mörkum við uppbyggingu og viðhald á félagsaðstöðu félagsins.

HLUNNINDI SEM FÉLAGSMAÐUR STJÖRNUNNAR NÝTUR:

- hefur atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins

STJÖRNULAGIÐ

Garðabær er bærinn sem við elskum öll svo heitt,

við mætum öll á leikinn og við hræðumst ekki neitt.

Við erum enginn hafnarbær, en áttum eitt sinn höfn,

það skiptir engu máli því ég er blár.

Nei, VIÐ erum blá!

Viðlag;

Við erum Stjörnumenn,

við erum Stjörnumenn.

Við syngjum, og dönsum og lyftum bikurum.

Við elskum þetta lið og munum alltaf fylgja því.

Við eigum okkar stjörnur,

en við spilum sem eitt lið,

við verjumst eins og hetjur,

og við berjumst hlið við hlið.

Við vinnum alla leikina,

og hirðum bikara,

við vinnum þetta fyrir Stjörnuna,

Og syngjum nú hátt!

Viðlag *2

Við erum Stjörnumenn,

við erum Stjörnumenn,

Við syngjum, og dönsum og lyftum bikurum.

Við elskum þetta lið og munum alltaf fylgja því.

Við viljum ekki bregðast,

Við leggjum okkur fram,

Við þráum aðeins það eitt;

AÐ VERÐA MEISTARAR!

Viðlag * 2

Við erum Stjörnumenn,

…….