SJÁLFBÆRNISSTEFNA

Stefna þessi er í samræmi við Sjálfbærnistefnu UEFA í knattspyrnu 2030 og viðeigandi leiðbeiningar. Stefna þessi nær yfir svið jafnréttis og almennrar þátttöku, varnir gegn kynþáttafordómum, verndun og velferð barna og ungmenna, knattspyrnu fyrir alla getuhópa og umhverfisvernd í samræmi við leyfisreglugerð KSÍ.

Jafnrétti og almenn þátttaka / Equality and inclusion

Stjarnan býður upp á jöfn tækifæri fyrir alla sína iðkendur til knattspyrnuiðkunar, þ.e. æfingatími, búnaður, þjálfun og æfingaaðstaða er sú sama hjá hverjum aldursflokki óháð kyni. Stjarnan mun leggja áherslu á að taka vel á móti iðkendum sem tilheyra minnihlutahópum og bjóða þannig upp á jöfn tækifæri fyrir alla hópa til að stunda knattspyrnu.

Gegn fordómum / Anti-racism

Stjarnan mun ekki líða fordóma af neinu tagi. Á þetta við um iðkendur, aðstandendur, áhorfendur, starfsfólk og aðra sem koma að starfi Stjarnan á einhvern hátt. Lögð verður áhersla á að lágmarka líkur á fordómum innan félagsins með fræðslu og/eða forvarnarstarfi.

Verndun barna og ungmenna / Child and youth protection

Stjarnan mun leggja áherslu á að vernda iðkendur félagsins fyrir hvers kyns ofbeldi eða áreitni sem þau geta orðið fyrir, bæði hjá félaginu og utan þess, og bregðast við verði þau fyrir líkamlegu eða andlegu áfalli. Verður það gert með því að fræða starfsfólk og sjálfboðaliða. Notast verður við viðbragðsáætlun samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs vegna atvika og áfalla sem upp geta komið í starfinu.

Knattspyrna fyrir alla / Football for all abilities

Stjarnan mun leggja áherslu á að haga starfi sínu á þann hátt að allir sem hafa áhuga geti tekið þátt í starfi Stjörnunnar á einhvern hátt, sem iðkendur, áhorfendur, starfsmenn eða sjálfboðaliðar.

Umhverfisvernd / Respect the environment

Stjarnan mun einsetja sér að huga að umhverfisþáttum við innkaup, viðhald á mannvirkjum, við flokkun á rusli og við framkvæmd viðburða. Lögð verður áhersla á að endurnýta og endurvinna búnað sem notast er við í þjálfun og á viðburðum.