• 386

    FJÖLDI IÐKENDA

  • 216

    FJÖLDI DRENGJA

  • 170

    FJÖLDI STÚLKNA

BARNA- OG UNGLINGASTARF HANDBOLTADEILDAR

Barna- og unglingastarf handboltadeildar Stjörnunnar er ein af rótgrónustu deildum félagsins og nú erum við með meira en 350 iðkendur allt frá leikskólabörnum í nýstofnuðum 9.flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna.

Starfinu stýrir Patrekur Jóhannesson af mikilli fagmennsku, umhyggju og gleði. Hann er einnig þjálfari meistaraflokks karla og hefur mikinn metnað fyrir starfinu. Stephen Nielsen, fyrrverandi landsliðsmarkvörður úr íslenska landsliðinu, hefur svo tekið við æfingum fyrir markmenn frá 5.flokki og upp úr.   

Handboltadeildin öll þ.e. þjálfarar, foreldrar, iðkendur, starfsfólk og sjálfboðaliðar hafa mikinn metnað fyrir aukinni fagmennsku og leggja áherslu á gleði og vellíðan ásamt árangri og framförum við eflingu deildarinnar. Markmiðið er að iðkendur okkar nái að þroskast, dafna og takast á við verkefni sem miðast að því að efla hvern og einn til að takast á við sigra og ósigra og styrkja þannig færni þeirra í að takast á við áskoranir og vera leiðtogar í sínu lífi. Við viljum að TM- höllin sé griðastaður þar sem vinabönd og minningar haldast þétt í hendur.

Í TM höllinni eru haldin ýmis fjölliðamót ásamt keppnis og æfingaleikjum þar sem iðkendur okkar fá að reyna sig meðal jafningja. Það er skemmtileg tilbreyting á annars fjölbreyttu starfi handboltans.

TM höllin hefur fengið mikla yfirhalningu undanfarna mánuði og endurspeglar hún þann mikla vilja til að gera handboltann aftur að því stórveldi sem hann var eða eins og stórskyttan og þjálfarinn Patrekur Jóhannesson sagði svo skemmtilega; ,,það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ.”

Barna- og unglingaráð handboltadeildar