SKRIFSTOFA: 13:00 - 16:00

aðalfundur stjörnunnar

Aðalfundur U.M.F Stjörnunnar

Verður haldinn í hátíðarsal Stjörnunnar, fimmtudaginn 15.apríl kl: 17:15.

Fundurinn verður einnig í beinni útsendingu í gegnum fjarskiptabúnað.

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf

Við hvetjum alla félagsmenn Stjörnunnar til að mæta á fundinn. Vegna  fjöldatakmarkana af völdum Covid, þarf að skrá mætingu á fundinn en sú skráning mun fara fram á heimasíðu Stjörnunnar og er opin frá 1.apríl til miðnættis þann 14.apríl 2021.

Við minnum einnig á að hægt er að greiða félagsgjald U.M.F Stjörnunnar inni á heimasíðu félagsins. Með greiðslu á félagsgjaldinu öðlast viðkomandi atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins.

Mikilvægt er að þeir sem hyggjast nýta sér atkvæðisrétt sinn, gæti þess að þeir séu skráðir á fundinn svo tryggt sé að viðkomandi geti nýtt sér rafrænt kosningakerfi.

Að öðru leyti er vísað til laga félagsins, varðandi hefðbundin fundarsköp.

Aðalstjórn U.M.F Stjörnunnar

Hvað er að vera stjörnufélagi?

Þann 1. maí 2016 tók UMF Stjarnan upp í samræmi við lög félagsins, félagsgjald fyrir félagsmenn sem greiða ekki æfingagjald. Félagsgjald Stjörnunnar er 4.500 kr. á hvern félaga. Tekjurnar af félagsgjaldinu hvert ár eru nýttar til að fara í nauðsynlegar endurbætur og viðhald á Stjörnuheimilinu sem upphaflega var byggt með söfnun og átaki sjálfboðaliða félagsins.

Á hverju ári er iðkendum eldri en 18 ára og forráðamönnum iðkenda félagsins sendur valkvæður greiðsluseðil í heimabankann sem við hvetjum alla til að greiða og leggja þannig sitt að mörkum við uppbyggingu og viðhald á félagsaðstöðu félagsins.

HLUNNINDI SEM FÉLAGSMAÐUR STJÖRNUNNAR NÝTUR:

  • hefur atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins
  • fær 10% afslátt af leigu á Stjörnuheimilinu