sumarNámskeiÐ STJÖRNUnNAR
Önnur sérnámskeið STJÖRNUnNAR
Aldur
(2011 – 2015)
14.júní -16.júlí &
3.ágúst -13.ágúst
ásgarður
fimleikasal
Verð
6.900 kr.

Fimleikaskólinn – Fyrir hádegi

Áhersla er lögð á  

skemmtilegar og fjölbreyttar fimleikaæfingar og leiki jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Iðkendum er skipt upp að einhverju leiti eftir getu þannig allir ættu að fá þjálfun við hæfi. Dagskráin er fjölbreytt, farið verður á trampólin og púðagryfjuna auk annara fimleikaáhalda. Ef  veður er gott er farið út að gera æfingar og
í leiki.
 

Börnin þurfa að koma í fimleika-/íþróttafatnaði. Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti. 

 

Fimleikaskólinn – Eftir hádegi

Áhersla er lögð á  

skemmtilegar og fjölbreyttar fimleikaæfingar og leiki jafnt fyrir byrjendur og lengra komna. Iðkendum er skipt upp að einhverju leiti eftir getu þannig allir ættu að fá þjálfun við hæfi. Dagskráin er fjölbreytt, farið verður á trampólin og púðagryfjuna auk annara fimleikaáhalda. Ef  veður er gott er farið út að gera æfingar og
í leiki.
 

Börnin þurfa að koma í fimleika-/íþróttafatnaði. Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti. 

 

Námskeiðin verða vikurnar 5-9. júlí, 12-16. júlí,
Aldur: 2015-2011
Tími: 13:00-15:00
Verð: 5750 kr.
 

 

Aldur
(2011 – 2015)
14.júní -16.júlí &
3.ágúst -13.ágúst
ásgarður
blái salur
Verð
6.900 kr.

Íþróttaskólinn – Ásgarði 

Áhersla er lögð á frjálsan leik og skipulagt frístundastarf ekki svo ósvipað því sem á sér stað í frístundaheimilum skólanna. 

Fjölbreytt dagskrá verður í boði, þar sem boðið er upp á valfrjálsar stundir, skipulagða leiki, farið verður í sund, ævintýraferðir.  Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað/útivistafatnað með sér. 

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti. 

Starfsmenn námskeiðsins taka á móti iðkendum milli kl 12-12.30 þar sem þeim gefst kostur á að borðað nesti, ef þeir eru að koma af öðrum námskeiðum en dagskrá námskeiðsins hefst formlega kl. 12:30 og stendur til kl. 16.00.  

Vikur 14-18.júní og 3-6.ágúst er verðið 5.520.- (4 virkir dagar)

Aldur
(2011 – 2015)
14.júní -16.júlí &
3.ágúst -13.ágúst
ásgarður
Körfuboltasalur
Verð
6.900 kr.

Körfuboltaskólinn -Ásgarði

Áhersla verður lögð á skemmtilega leiki og grunnæfingar fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnirikendum verður skipt upp í hópa eftir aldri og hvort þeir séu byrjendur eða lengra komnir svo allir fáiþjálfun við hæfi.

Stuðlað verður að því að hafa dagskránna fjölbreytta og kynna iðkendur fyrir grunnatriðum körfuboltans. Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað með sér.

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti.
Vikur 14-18.júní og 3-6.ágúst er verðið 5.520.- (4 virkir dagar)

Aldur
(2011 – 2015)
14.júní -16.júlí &
3.ágúst -13.ágúst
ásgarður
Knattspyrnuvellir
Verð
6.900 kr.

Knattspyrnuskólinn – Knattspyrnuvellir

Áhersla verður lögð á grunnþætti leiksins með æfingum, þrautum og leikjum.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir svo allir ættu að fá þjálfun við hæfi.


Stuðlað verður að því að hafa dagskrá fjölbreytta og kynna iðkendur fyrir grunnatriðum fótboltans.
Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað með sér og klædd eftir veðri.

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti.
Vikur 14-18.júní og 3-6.ágúst er verðið 5.520.- (4 virkir dagar)

Aldur
(2011 – 2015)
14.júní -16.júlí &
3.ágúst -13.ágúst
TM höllinni - Mýrinni
Verð
6.900 kr.

Handboltaskólinn – TM höllinni

Áhersla verður lögð á grunnþætti leiksins með æfingum, þrautum og leikjum.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir svo allir ættu að fá þjálfun við hæfi.

Stuðlað verður að því að hafa dagskrá fjölbreytta og kynna iðkendur fyrir grunnatriðum fótboltans.
Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað með sér og klædd eftir veðri.

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti.

Boðið er upp á fylgd fyrir iðkendur frá TM- höllinni að Ásgarðssvæðinu í hádeginu ef iðkendur eru að fara á önnur námskeið.

Vikur 14-18.júní og 3-6.ágúst er verðið 5.520.- (4 virkir dagar)

Aldur
(mismunandi eftir námskeiðum)
14.júní - 20.ágúst
ásgarður og álftanes
Verð
9.900 kr.

Sundnámskeið – Ásgarður og Álftanes 

Um tveggja vikna námskeið er að ræða hverju sinni þar sem farið er í grunnáherslur sundæfinga með skemmtilegum æfingum, þrautum og leikjum. Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir svo allir ættu að fá þjálfun við hæfi. 

Námskeiðunum er skipt niður eftir aldri en hver kennslustund 40 mín að lengd og kennt alla virka daga.

 

 

Aldur
11-14 Ára
21-24.júní - 5-8.júlí & 3.-6.ágúst
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
9.900 kr.

Skotskóli Veigars Páls –  Bæjargarður knattspyrnuvöllur

  • Mánudaga – fimmtudaga
  • Strákar kl 12:30 – 13:30 
  • Stelpur kl 13:30 – 14:30

Námskeiðið er fyrir krakka í 5. og 4.fl kk og kvk sem vilja ná lengra og eru tilbúnir að leggja meira á sig og æfa meira en aðrir. Námskeiðið er fjórir virkir dagar.

Það helsta sem verður farið yfir er:

  • Staðsetningar og hlaup inni í teig.
  • Móttökur og snúningur.
  • Skora úr mismunandi færum og vinklum.
  • Uppbygging á sóknarleik með löngum og stuttum sendingum, fyrirgjöfum og stungusendingum.
  • Leynibrögð sem Veigar nýtti sér í gegnum ferilinn!

Námskeið sem hentar fyrir allar leikstöður, ekki bara framherja!

Aldur
9-15 Ára
28.júní - 2. júlí & 3.-13.ágúst
ásgarður
Verð
Breytinlegt eftir vikum sjÁ inni Á skráningarsíðu

Körfubolta Akademía – Ásgarður

Ægir Þór Steinarsson og Hlynur Bæringsson bjóða aftur uppá körfuboltaakademíu í sumar, frá 28. júní til 2. júlí og frá 3. ágúst til 13. Ágúst.

Akademían var í fyrsta skipti í fyrra og tókst frábærlega til, mikið af krökkum úr mörgum mismunandi liðum tóku þátt. Eins og í fyrra verður mikið um heimsóknir frá bæði landsliðs og atvinnufólki í körfubolta auk þess sem Ægir og Hlynur fengu færa þjálfara til að koma og þjálfa með þeim.

Hægt er að skrá sig viku fyrir viku en fyrir þá metnaðarfyllstu er einnig boðið uppá þriggja vikna prógram. 

Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka sem vilja ná lengra í íþróttinni og tilbúin/n að leggja meira á sig til að ná þeim árangri. 

Aldur
11-14 ára
14.júní - 18.júlí & 3.-13ágúst
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
8.900 kr.

Knattspyrnu akademía – Ásgarður knattspyrnuvöllur 

Knattspyrnuakademía  fyrir iðkendur í 5.og 4. flokkur karla og kvenna. 

Æfingarnar fara fram kl. 9:15-10:45 alla virka daga.

Áhersla verður lögð á alla grunnþætti leiksins með æfingum, þrautum og leikjum. Akademían er fyrir leikmenn sem vilja bæta sig í almennum þáttum jafnt sem sérhæfðum þáttum tengt sinni leikstöðu

Leikmenn þurfa að mæta á námskeiðið í íþróttafatnaði og klædd eftir veðri

  • Leikmenn úr meistaraflokki karla og kvenna koma vikulega og æfa með krökkunum
  • Sigurvegara í tæknikeppni vikunnar eru krýndir á föstudögum
Aldur
11-14 ára
14.-18.júní, 28.júní -1.júlí
& 12.- 15.júlí
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
9.900 kr.

Hraðanámskeið – Bæjargarður knattspyrnuvöllur

Mánudaga – fimmtudaga

Andri Freyr, styrktarþjálfari knattspyrnudeildar verður með hraðanámskeið fyrir iðkendur í 5. og 4.fl karla og kvenna. Námskeiðið er fjórir virkir dagar.

Farið verður yfir hlaupastíl, hvernig á að hreyfa hendur og hvernig á að stíga niður í jörðina til að hámarka hraða.

Einnig verður farið ítarlega yfir hvernig skal framkvæma stefnubreytingar á sem markvissastan hátt.

Að lokum verður farið yfir hvernig skal senda og taka á móti bolta án þess að missa hraða.

Hraði er gríðarlega mikilvægur fyrir nútíma knattspyrnumenn og námskeiðið því einstaklega hentugt fyrir alla þá sem vilja bæta sig og ná lengra!

Aldur
7-12 ára
5. - 9. júlí
ásgarður
Verð

Fimleika akademía – Ásgarður 

Dansnámskeið – yngri

5-9. júlí

Erla Rut dansþjálfarinn okkar sem er með BA próf í dansi frá Listaháskóla Íslands verður með skemmtilegt og fjölbreytt dansnámskeið ætlað bæði þeim sem æfa hópfimleika og áhaldafimleika og öðrum sem hafa gaman af dansi.

Aldur: 2012-2014

Hámark: 20 strákar og stelpur

Tími: 11:00-12:30

Verð:  5500

 

Dansnámskeið – eldri

5-9. júlí

Erla Rut dansþjálfarinn okkar sem er með BA próf í dansi frá Listaháskóla Íslands verður með skemmtilegt og fjölbreytt dansnámskeið ætlað bæði þeim sem æfa hópfimleika og áhaldafimleika og öðrum sem hafa gaman af dansi.

Aldur: 2011-2009

Hámark: 20 strákar og stelpur

Tími: 13:00-15:00

 

Verð:  8000

 

Aldur
9.- 12.ágúst
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
9.900kr.

Tækninámskeið yfirþjálfara – Bæjargarður knattspyrnuvöllur 

Mánudaga – fimmtudaga

Yfirþjálfarar Stjörnunnar verða með tækninámskeið fyrir iðkendur í 4.fl og 5.fl karla og kvenna. Námskeiðið er fjórir virkir dagar, mánudaga til fimmtudaga.

Námskeiðinu er skipt upp eftir kyni og er kennslustundir eftirfarandi: 

Strákar og Stelpur kl 13:30 – 14:30 

Mánudaga – fimmtudaga.

Það helsta sem verður farið yfir er fyrsta snertingin, móttökur og sendingar.

Frábært tækifæri fyrir iðkendur sem vilja bæta sig í tækni og grunn undirstöðum íþróttarinnar. 

Aldur
28-2.júlí 5-9.júlí
& 3-6.ágúst
ásgarður
Fimleikasalur
Verð
5.500

Strákar Trampólín – Ásgarður 

Skemmtilegt og fjörugt námskeið fyrir hressa stráka fædda 2011-2009.

Áheyrsla á trampólín, stökk og parkour.

Ekki er gerð krafa um þekkingu á fimleikum – bjóðum alla stráka velkomna.

Vika 3-6.ágúst er verðið 4500 (4 virkir dagar)

Aldur
5-9.júlí
ásgarður
Fimleikasalur
Verð

Áhaldafimleikar – Ásgarður 

Áhaldafimleikanámskeið fyrir 5.þrep, 5.þrep létt og 6.þrep.

5-9.júlí

Alfedo og Hildur verða með skemmtilegar æfingar fyrir stúlkur í 5.þrepi,áhaldafimleikum.

Aldur:2005-2015

Tími:13:00-15:00

Verð 8000

 

Áhaldafimleikanámskeið fyrir 1-4.þrep. 

5-9.júlí

Alfedo og Hildur verða með æfingar fyrir 1-4.þrep

Aldur:2005-2010

Tími:09:30-12:30

Verð 12000

 

Aldur
10-14.ára
14-18.júní - 21-25.júní
TM höllin
Verð

Frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla krakka!

Viltu meiri snerpu, hraða og úthald? Viltu kennslu í réttri líkamsbeitingu í styrktarþjálfun og meiðslafyrirbyggjandi æfingar? Viltu læra styrktaræfingar til að verða betri í handbolta? Viltu æfa tækni, undirskot, gólfskot, fintur?

Frábærir og reynslumiklir þjálfarar sjá um þjálfun í Handknattleiksakademíu Stjörnunnar. Guðjón Örn Ingólfsson, styrktarþjálfari sér um styrktarþjálfun og kennir grunnæfingar í styrktarþjálfun og úthaldsþjálfun. Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona, kennir hlaupatækni og hopptækni sem eykur hraða og snerpu. Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari, kennir rétta líkamsbeitingu og meiðslafyrirbyggjandi æfingar. Seinni hluti æfingarinnar er tækniþjálfun með meistaraflokksleikmönnum Stjörnunnar, Hafþór Vignisson og Adam Thorsteinsson sjá um tækniþjálfu ásamt góðum gestum frá meistaraflokki karla og kvenna.

Í boði er að kaupa staka viku eða tvær saman.

Vika 1 kostar 7920 (4 virkir dagar)

Vika 2 kostar 9900

Tvær vikur saman kosta 15900