sumarNámskeiÐ STJÖRNUnNAR
Önnur sérnámskeið STJÖRNUnNAR
Aldur
(2012 – 2016)
13.júní -15.júlí &
2.ágúst -12.ágúst
ásgarður
fimleikasal
Verð
6.900 kr.

Fimleikaskólinn – Fyrir hádegi kl. 9:00-12:00

Áhersla er lögð á skemmtilegar og fjölbreyttar fimleikaæfingar og leiki jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.  Iðkendum er skipt upp að einhverju leiti eftir getu þannig allir ættu að fá þjálfun við hæfi. Dagskráin er fjölbreytt, farið verður á trampólin og púðagryfjuna auk annara fimleikaáhalda. Ef  veður er gott er farið út að gera æfingar og
í leiki.
 

Börnin þurfa að koma í fimleika-/íþróttafatnaði. Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti. 

Vikur 13-16.júní og 2-5.ágúst er verðið 5.520.- (4 virkir dagar)

Aldur
(2012 – 2016)
13.júní -15.júlí &
2.ágúst -12.ágúst
ásgarður
blái salur
Verð
6.900 kr.

Íþróttaskólinn – Ásgarði 

Áhersla er lögð á frjálsan leik og skipulagt frístundastarf ekki svo ósvipað því sem á sér stað í frístundaheimilum skólanna. 

Fjölbreytt dagskrá verður í boði, þar sem boðið er upp á valfrjálsar stundir, skipulagða leiki, farið verður í sund, ævintýraferðir.  Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað/útivistafatnað með sér. 

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti. 

Starfsmenn námskeiðsins taka á móti iðkendum milli kl 12-12.30 þar sem þeim gefst kostur á að borðað nesti, ef þeir eru að koma af öðrum námskeiðum en dagskrá námskeiðsins hefst formlega kl. 12:30 og stendur til kl. 16.00.  

Vikur 13-16.júní og 2-5.ágúst er verðið 5.520.- (4 virkir dagar)

Körfuboltaskólinn
Aldur
(2012 – 2016)
13.júní -15.júlí &
2.ágúst -12.ágúst
ásgarður
Körfuboltasalur
Verð
6.900 kr.

Körfuboltaskólinn -Ásgarði kl 9.00-12.00

Áhersla verður lögð á skemmtilega leiki og grunnæfingar fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Iðkendum verður skipt upp í hópa eftir aldri og hvort þeir séu byrjendur eða lengra komnir svo allir fái þjálfun við hæfi.

Stuðlað verður að því að hafa dagskránna fjölbreytta og að kynna iðkendum fyrir grunnatriðum körfuboltans. Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað með sér.

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti.

Vikur 13. – 16.júní og 2. – 5.ágúst er verðið 5.520 kr. (4 virkir dagar)

Aldur
(2012 – 2016)
13.júní -15.júlí &
2.ágúst -12.ágúst
ásgarður
Knattspyrnuvellir
Verð
6.900 kr.

Knattspyrnuskólinn – Knattspyrnuvellir kl 9.00-12.00

Áhersla verður lögð á grunnþætti leiksins með æfingum, þrautum og leikjum.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir svo allir ættu að fá þjálfun við  hæfi.

Stuðlað verður að því að hafa dagskrá fjölbreytta og kynna iðkendur fyrir grunnatriðum  fótboltans.
Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað með sér og klædd eftir veðri.

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti.
Vikur 13-16.júní og 2-5.ágúst er verðið 5.520 kr. (4 virkir dagar)

Aldur
(2012 – 2016)
13.júní -15.júlí &
2.ágúst -12.ágúst
TM höllinni - Mýrinni
Verð
6.900 kr.

Handboltaskólinn – TM höllinni kl 9.00-12.00

Áhersla verður lögð á grunnþætti leiksins með æfingum, þrautum og leikjum.
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir svo allir ættu að fá þjálfun við hæfi. Stuðlað verður að því að hafa dagskrá fjölbreytta og að kynna iðkendum fyrir grunnatriðum handboltans.
Börnin þurfa að mæta á námskeiðið með íþróttafatnað með sér og klædd eftir veðri.

Allir þurfa að muna að koma með hollt og gott nesti.

Boðið er upp á fylgd fyrir iðkendur frá TM- höllinni að Ásgarðssvæðinu í hádeginu ef iðkendur eru að fara á önnur námskeið.

Vikur 13. – 16. júní og 2. – 5.ágúst er verðið 5.520 kr. (4 virkir dagar)

Aldur
(mismunandi eftir námskeiðum)
13.júní - 19.ágúst
ásgarður og álftanes
Verð
9.900 kr.

Sundnámskeið – Ásgarður og Álftanes 

Um tveggja vikna námskeið er að ræða hverju sinni þar sem farið er í grunnáherslur sundæfinga með skemmtilegum æfingum, þrautum og leikjum. Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir svo allir ættu að fá þjálfun við hæfi. 

Námskeiðunum er skipt niður eftir aldri en hver kennslustund 40 mín að lengd og kennt alla virka daga.

 

 

Aldur
(2008-2011)
13 - 16.júní & 20. - 24. júní
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
9.900 kr.

Hraða námskeið með Andra Frey

  • Mánudaga – föstudaga
  • Strákar kl 12:30 – 13:15 
  • Stelpur kl 13:30 – 14:15

Andri Freyr verður með hraðanámskeið fyrir alla krakka í 5. og 4.fl kk og kvk. 

Farið verður yfir hlaupastíl, hvernig á að hreyfa hendur og hvernig á að stíga niður í jörðina til að hámarka hraða. 

Einnig verður farið ítarlega yfir hvernig skal framkvæma stefnubreytingar á sem markvissastan hátt. 

Að lokum verður farið yfir hvernig skal senda og taka á móti bolta án þess að missa hraða. 

Hraði er gríðarlega mikilvægur fyrir nútíma knattspyrnumenn! Fyrir alla þá sem vilja bæta sig og ná lengra. 

Aldur
(2008-2011)
13. - 16. júní & 15. - 19. ágúst
ásgarður
Verð
Breytinlegt eftir vikum sjÁ inni Á skráningarsíðu

Körfubolta Akademía – Ásgarður

Ægir Þór Steinarsson snýr aftur og býður aftur uppá körfuboltaakademíu í sumar. Tvær vikur verða í boði, frá 13. – 16. júní og frá 15. – 19. ágúst. Akademían hefur notið mikilla vinsælda og mikið af krökkum úr mörgum mismunandi liðum skráð sig. Eins og fyrri ár verður mikið um heimsóknir frá bæði landsliðs- og atvinnufólki í körfubolta auk þess sem Ægir fær til sín reynda þjálfara.

Verður í boði fyrir þrjá hópa. Iðkendur fædda 2011-2012, 2009-2010 og 2007-2008. 

Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka sem vilja ná lengra í íþróttinni og tilbúin/n að leggja meira á sig til að ná þeim árangri. 

Aldur
(2008-2011)
27. júní - 1. júlí
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
8.900 kr.

Knattspyrnu akademía – Ásgarður knattspyrnuvöllur 

Tækninámskeið Ejubs kl. 12:30-13:30

Ejub verður með tækninámskeið fyrir krakka í 4.fl og 5.fl kk og kvk. Það helsta sem verður farið yfir er fyrsta snertingin, móttökur og sendingar. 

Námskeiðið er fyrir bæði stelpur og stráka og eru 50 pláss laus.

Vikur í boði: 27. – 1. júlí

Aldur
(2008-2011)
4. - 8. júlí
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
9.900 kr.

Spyrnunámskeið – Stjörnuvöllur kl. 12:30-13:30

Palli yfirþjálfari mun fara yfir spyrnur og hinar ýmsu skotstöðvar og sendingar.

Farið verður vel í staðsetningar og líkamsbeitingu leikmanna þegar þeir eru að spyrna í boltann og taka á móti honum.

Farið verður yfir stuttar og langar spyrnur og ýmislegt sem þeim tengist.

Námskeiðið er fyrir 5. og 4.fl kk og kvk.

Námskeiðið er fyrir bæði stelpur og stráka og eru 50 pláss laus.

Aldur
(2008-2011)
2. - 5. ágúst &
8. - 12. ágúst
ásgarður
Knattspyrnuvöllur
Verð
9.900kr.

Leikstöðunámskeið Knattspyrnudeildar kl. 12:30-13:30

Boðið verður upp á leikstöðuæfingar fyrir varnarmenn, miðjumenn og sóknarmenn. Farið verður yfir hinar ýmsu aðstæður sem leikmenn upplifa í leikjum og þeir drillaðir í sínum stöðum og fleiri.

Frábært tækifæri fyrir iðkendur sem vilja bæta sig í tækni og grunn undirstöðum íþróttarinnar. 

Aldur
(2008-2011)
13. - 16. júní
& 8. - 12. ágúst
TM-höllin
Verð
9.900

Fókusþjálfun og tækniþjálfun kl 13:15-15:00

Séræfingar fyrir þá sem vilja bæta færni sína í sinni íþrótt og stuðla að vörn gegn meiðslum.

Mikið lagt upp úr viðbragðsþjálfun sem eykur færni, skerpir hugann og eykur víðsýni.

Seinni hluti æfingarinnar verður tækniæfingar í handbolta.

Aldur
(2008-2011)
4-8.júlí
TM-höllin
Verð

Séræfingar og tækni kl. 13:15-15:00

Hinn reynslumikli þjálfari meistaraflokks karla í handbolta, Patrekur Jóhannesson, verður með séræfingar. Lögð er áhersla á einstaklingstækni, skot, fintur, varnarstöður, leikskilning.

Aldur
(2008-2011)
20. - 24. júní, 27. - 1. júlí
11. -15. júlí & 2. - 5. ágúst
TM höllin
Verð

Tækniæfingar í handbolta kl 13:15-15:00

Tækniæfingar fyrir krakka sem vilja bæta sig. Áhersla á einstaklingstækni, skot, fintur, varnarstöður ofl. Þjálfarar eru Hanna Guðrún, Hekla Rán, Húgó Máni og Stefán Orri auk þess sem leikmenn og þjálfarar meistaraflokks karla og kvenna mæta sem gestaþjálfarar.

Strákatrampólín
Aldur
(2012-2013)
27. - 1. júlí
2. - 5. ágúst
8. - 12. ágúst
Ásgarður
Verð

Stráka trampólín fyrir drengi fædda 2012-2013 kl. 13:30-15:00

Skemmtilegt námskeið fyrir alla stráka hvort sem þeir æfa fimleika eða ekki.  Þeir fá kynningu á hópfimleikum en aðal fókusinn verður trampólin, loftdýna og fastrack.

Áhaldafimleikanámskeið
Aldur
(2008-2014)
4. -8. júlí
Ásgarður
Verð

Áhaldafimleikanámskeið fyrir stúlkur fæddar 2015 og 2014 kl 13:00-15:00

Námskeið hugsað bæði fyrir stelpur sem æfa áhaldafimleika og þeim sem langar til að koma og prófa. Farið verður á öll fögur áhöldin og iðkendum mætt þar sem þeir eru staddir og þeir studdir áfram í að læra og prófa nýja hluti.

Áhaldafimleikanámskeið fyrir stúlkur fæddar 2012 og 2013 kl. 9:30-12:00

Námskeið hugsað bæði fyrir stelpur sem æfa áhaldafimleika Farið verður á öll fögur áhöldin og iðkendum mætt þar sem þeir eru staddir og þeir studdir áfram í að læra og prófa nýja hluti.

Hópfimleikanámskeið
Aldur
(2008-2014)
4. -8. júlí
Ásgarður
Verð

Hópfimleikanámskeið fyrir stráka og stelpur fædd 2014 til 2012 kl 13:00-15:00                    

Hópfimleikanámskeið með landsliðsþjálfurunum og meistaraflokksþjálfurum Stjörnunnar þeim Unu Brá, Mikkel og Erlu Rut. Fyrir stelpur og stráka fædd 2012, 2013 og 2014. Bæði fyrir iðkendur sem æfa fimleika og líka nýja iðkendur. Skemmtilegt námskeið þar sem farið verður í kynningu á hópfimleikum, trampólín stökkum, dansi og tækni.

Hópfimleikanámskeið fyrir stelpur og stráka fædd 2011 til 2008 kl. 15:30-17:30

Hópfimleikanámskeið með landsliðsþjálfurunum og meistaraflokksþjálfurum Stjörnunnar þeim Unu Brá, Mikkel og Erlu Rut. Fyrir stelpur og stráka fædd 2011, 2010, 2009 og 2008. Námskeiðið er ætlað iðkendum sem æfa hópfimleika eða áhaldafimleika. Skemmtilegt námskeið þar sem prófaðir verða nýjir hlutir á trampólíni, fiber, dansi og skerpt á tækni.

Skráning og frekari upplýsingar

 

 

 

 

 

4. -8. júlí
Ásgarður
Verð