Fréttir

Opin markmannsæfing

Handknattleiksdeild Stjörnunnar býður öllum markmönnum deildarinnar að mæta á opnar markmannsæfingar á miðvikudögum kl 18.45 - 19.45. Markmannsþjálfarinn Stephen Nielsen mun sjá um æfingarnar ásamt markmanni meistaraflokks kvenna, Darija Zecevic. Verið velkomin á æfingar

Nýr þjálfari hjá Hlaupahópi

Kæru Stjörnur – nú liggja fyrir breytingar hvað snertir þjálfaramál hjá okkur í Hlaupahóp Stjörnunnar. Nýr yfirþjálfari Arnar Pétursson tekur við keflinu í dag 18.október. Siggi P. hefur verið þjálfari Hlaupahóps Stjörnunnar frá stofnun hans haustið 2012. Fyrstu árin sá hann einn um alla þjálfun en hefur síðan minnkað við…

Fræðsludagur Stjörnunnar

Í gær, miðvikudaginn 13. október, var Fræðsludagur Stjörnunnar haldinn í veislusal Stjörnuheimilins. Á fræðsludeginum, sem haldinn er tvisvar á ári, hittast allir þjálfarar allra deilda og hlýða á erindi frá fagaðilum um hin ýmsu málefni sem eru í brennidepli. Markmiðið er að miðla þekkingu til þjálfara og þannig gera okkar…

Fókusþjálfun – námskeið

Sjúkraþjálfarinn Tinna Jökulsdóttir verður með frábært námskeið í boði fyrir iðkendur á aldrinum 12-15 ára (8. - 10. bekkur). Lögð er áhersla á viðbraðgsþjálfun, einbeitingu, styrk og jafnvægi sem gagnast öllum metnaðarfullum íþróttakrökkum til að ná lengra í sinni íþrótt. Einnig verður farið ítarlega í æfingar sem hjálpa til við…

Lokaleikur

Kæra Stjörnufjölskylda!Nú er lokaleikur tímabilsins á laugardaginn og ætlum við okkur að sjálfsögðu að sækja stigin 3.Þetta tímabil hefur verið fullt af allskonar en við horfum fram á við og komum sterkari til leiks.Þessi leikur hefur samt sem áður mikla þýðingu fyrir einn af okkar dyggustu þjónum frá upphafi og…