Categories
Stjörnu Fréttir

Fræðsludagur Stjörnunnar

Í gær, miðvikudaginn 13. október, var Fræðsludagur Stjörnunnar haldinn í veislusal Stjörnuheimilins. Á fræðsludeginum, sem haldinn er tvisvar á ári, hittast allir þjálfarar allra deilda og hlýða á erindi frá fagaðilum um hin ýmsu málefni sem eru í brennidepli. Markmiðið er að miðla þekkingu til þjálfara og þannig gera okkar þjálfara betur í stakk búna til að takast á við hin ýmsu vandamál sem upp gætu komið.

Að þessu sinni var lögð áhersla á að fjalla um jafnrétti, viðhorf og menningu innan íþróttafélaga, deilda eða einstakra flokka.

Við fengum til okkar Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur, og Viðar Halldórsson, doktor í félagsvísindum og prófessor við Háskóla Íslands. Erindi þeirra voru virkilega fræðandi og áhugaverð í alla staði og það er engin spurning að þjálfarar okkar njóti góðs af.