Categories
Stjarnan

STJÖRNUKONUR

starfsemi stjörnukvenna

Stjörnukonur – Öflugt kvennastarf í sinni bestu mynd 

 Hugmyndin að góðgerðarfélaginu Stjörnukonur kviknaði þegar ég kynnti mér það frábæra starf sem KR-konur hafa unnið allt frá 1973. Í því félagi eru um 200 konur sem vinna ötullega fyrir barna- og unglingastarf KR. Mér fannst því mjög spennandi að kynna hugmyndina fyrir konum í Garðabæ og hrinda hugmynd minni í framkvæmd. 

 Ég fékk nokkrar öflugar konur á stofnfund félagsins í júní síðastliðnum og reyndi að hafa stofnhópinn með eins mikinn þverskurð úr starfi Stjörnunnar og hægt var. Hugmyndin var kynnt og sagt frá hvernig hún hafði kviknaði eftir að  starf mitt  í sjálfboðastörfum innan félagsins. Mér hefur þótt minna um sjálfboðaliða og vanta frekara handbragð kvenna í starfinu. Við búum í bæjarfélagi þar sem mikið er af öflugum konum sem geta og vilja leggja sitt af mörkum. Með tilkomu Stjörnukvenna er frekari vettvangur fyrir þær konur að sameina krafta sína í sameinuðum hópi. Okkur í stofnhópnum þótti mikilvægt að sjónarmið flestra deilda og hagsmunir gætu notið sín og var ákveðið bjóða öflugum konum að hittast í Stjörnuheimilinu þann 5. September sl til að slást í hópinn. Tókst það með eindæmum vel en um 120 konur komu saman það kvöld og eru orðnar meðlimir í Stjörnukonum.   

 Tilgangur Stjörnukvenna er margþættur. Meginmarkmiðið er að styrkja og efla barna- og unglingastarf, sinna fræðslu- og uppbyggingarstarfi og vera góðgerðarfélag sem styrkir góð og verðug málefni. Hugmyndin er að fá til okkar fyrirlesara og vera með fjölbreytta fræðslu sem hentar iðkendum Stjörnunnar og aðstandendum. Þar sem mikilvægt og gott starf er unnið í Stjörnunni munu Stjörnukonur ekki fara inn á þau svið sem eru í góðum farvegi nú þegar, heldur styðja við enn öflugra starf innan deildanna.  

 Verkefnið er rétt að byrja og verður gaman að efla það með öllum þeim konum sem nú þegar hafa gengið í Stjörnukonur. Öllum hugmyndum verður tekið fagnandi og langar okkur að standa vel að starfinu svo það eigi blómlega framtíð. Allar konur sem hafa sterk tengsl til Stjörnunnar er því boðið að slást í för með okkur. Næstu skref er að hittast í byrjun nóvember og fara yfir dagskrá vetrarins. Kynnum nefndir og óskum eftir aðilum í nefndarstörf. Einnig til að viðra hugmyndir og stilla saman strengi. Það eru því spennandi tímar framundan hjá okkur Stjörnukonum! 

 Hægt er að fylgjast með okkur á Facebook og Instagram undir Stjörnukonur. Eins er hægt að senda okkur fyrirspurnir á stjornukonur@stjarnan.is 

 Fh Stjörnukvenna,  

Harpa Rós Gísladóttir 

Categories
Stjarnan

LÖG OG ÝMIS GÖGN

Categories
Stjarnan

TILKYNNINGAR

TILKYNNINGAR

UMF Stjarnan leggur mikla áherslu á að allir iðkendur innan félagsins geti stundað íþróttina sína í öruggu umhverfi. Hér að neðan má finna upplýsingar um fræðslu og hvert er hægt að leita ef að grunur er um að öryggi iðkenda sé ógnað. 

Ef þú telur þig verða vitni af hegðun eða samskiptum sem þú telur ógna öryggi einstaklings innan félagsins eða grunur leikur á að óæskileg hegðun eigi sér stað hvort sem hún sé í formi eineltis, samskiptavanda eða einhverskonar ofbeldis, er það skýr stefna Stjörnunnar að tekið sé á málinu strax.  

Grun um óeðlilega hegðun ber að tilkynna með formlegum hætti á  eyðublaðisem má finna hér. Nauðsynlegt er að vitneskja um slíka hegðun berist til þjálfara, yfirþjálfara og stjórnenda félagsins. Þjálfari og/eða sá starfsmaður sem fær vitneskju um óæskilega hegðun skal taka á málinu strax. Þjálfari byrjar á að hafa samband við yfirþjálfara sem vinnur málið áfram með stjórnendum félagsins og skólaskrifstofu Garðabæjar. Þeir hafa samráð um viðbrögð og aðgerðir. 

UMF Stjarnan náið með skólaskrifstofu Garðabæjar varðandi eineltis og samskiptavandamál sem upp geta komið í starfi félagsins. Hér á síðu Garðabæjar má sjá nánari upplýsingar um farveg mála og eins fræðslu um verkferla sem Stjarnan fylgir í eftirfarandi málum. 

Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun (kynferðisbrot eða annarskonar ofbeldi) geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg. 

Í fagráðinu sitja alltaf tveir óháðir sérfræðingar sem hafa þekkingu, menntun og reynslu sem nýtist við meðferð kynferðisbrotamála og eineltismála. Í dag starfa lögfræðingur og sálfræðingur í fagráðinu. Framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins er einnig starfsmaður fagráðsins.

Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu æskulýðsvettvangsins.

 

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

Allir eiga rétt á því að geta stundað sitt íþrótta- og/eða æskulýðsstarf í öruggu umhverfi. Einnig eiga allir iðkendur; börn, unglingar og fullorðnir óháð kynferði eða stöðu að öðru leyti að geta leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingar. 

Samskiptaráðgjafi er óháður aðili sem styður við, leiðbeinir og aðstoðar þá sem hafa upplifað einhverskonar ofbeldi eða einelti í slíku starfi. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir er Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. 

Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eða einelti í sínu íþrótta- og æskulýðsstarfi eða eru ekki vissir og vilja fá ráðgjöf varðandi slík mál, geta haft samband við Sigurbjörgu með því að senda póst á sigurbjorg@dmg.is eða hringt í síma 839-9100

Engin greiðsla er tekin fyrir þjónustu samskiptaráðgjafa. 

Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu starfsfólks og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsfélögum um land allt á einelti, ofbeldi og áreitni sem börn og ungmenni geta orðið fyrir og afleiðingunum af því. 

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. 

Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins í barnavernd er öllum opið og ókeypis. 

Categories
Stjarnan

STARFSFÓLK

STARFSFÓLK

Baldvin Sturluson
Framkvæmdastjóri
baldvin@stjarnan.is
Ingunn Aradóttir
Afgreiðsla- og innheimta
stjarnan@stjarnan.is
fav
Margrét Jóhannsdóttir
Bókari
margret@stjarnan.is
fav
Bjarni M. Sigurðsson
Bókhald
bokhald@stjarnan.is
fav
Rakel Dögg Bragadóttir
Verkefna- og þjónustustjóri
Rakel@stjarnan.is
fav
Dagur Jónsson
Samskipta- og markaðsstjóri
dagur@stjarnan.is
Valdemar Einarsson
Vallarstjóri
valdemar@stjarnan.is
fav
Una B. Jónsdóttir
Yfirþjálfari fimleikdeildar
hopfimleikar@stjarnan.is
Unnur Símonardóttir
Rekstrarstjóri fimleikdeildar
fimleikar@stjarnan.is
fav
Patrekur Jóhannesson
Íþrótta- og rekstrarstjóri handboltadeildar
patti@stjarnan.is
fav
Hlynur Bæringsson
Rekstrarstjóri körfuboltadeildar
korfuboltibarna@stjarnan.is
fav
Þorvaldur Örlygsson
Rekstrarstjóri knattspyrnudeildar
knattspyrna@stjarnan.is
fav
Páll Árnason
Yfirþjálfari knattspyrnudeildar
knattspyrnabarna@stjarnan.is
fav
Ejub Purisevic
Yfirþjálfari knattspyrnudeildar
ejub@stjarnan.is
Categories
Stjarnan

AÐALSTJÓRN

aðalstjórn

Mynd - Siggi2
Sigurður Guðmundsson
Formaður aðalstjórnar

sig.gudmundsson@gmail.com
Heiðrún
Heiðrún Jónsdóttir
Ingvar
Ingvar H. Ragnarsson
Fjárhagsráð aðalstjórnar

ingvar.ragnarsson@gmail.com
Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir
Meðstjórnandi

sigrunlg@simnet.is
Þórdís Björk
Þórdís B. Sigurbjörnsdóttir
Meðstjórnandi

thordisbjork@me.is
Gunnar Berg
Gunnar B. Viktorsson
Erling_2
Erling Ásgeirsson