Categories
Fótbolta Fréttir

Lokaleikur

Kæra Stjörnufjölskylda!

Nú er lokaleikur tímabilsins á laugardaginn og ætlum við okkur að sjálfsögðu að sækja stigin 3.
Þetta tímabil hefur verið fullt af allskonar en við horfum fram á við og komum sterkari til leiks.
Þessi leikur hefur samt sem áður mikla þýðingu fyrir einn af okkar dyggustu þjónum frá upphafi og jafnframt einn markahæsta leikmann okkar í efstu deild!
Halldór Orri mun leika kveðjuleik sinn á laugardaginn þegar KR mætir í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar.
Fjölmennum á völlinn og kveðjum Dóra almennilega, eins og hann á svo sannarlega skilið.

Miðasalan er hafin í gegnum stubb appið, tryggðu þér miða.

Skíni Stjarnan

Categories
Fótbolta Fréttir

Nýr leikmaður

Kæra Stjörnufólk!

Markvörðurinn Chanté Sandi­ford er gengin til liðs við Stjörn­una, frá Haukum, og mun hún leika með liðinu næstu þrjú keppn­is­tíma­bilin hið minnsta. Chanté er 31 árs göm­ul en hún kom fyrst hingað til lands árið 2015 þegar hún gekk til liðs við Sel­foss þar sem hún lék í þrjú tíma­bil. Hún á að baki 36 leiki í efstu deild hér á landi og þá á hún að baki fimm lands­leiki fyr­ir Guy­ana frá ár­inu 2016. Chanté er nú búsett á Íslandi og fann sér að sjálfsögðu heimili í Garðabæ.

Við bjóðum Chanté velkomna til okkar í Stjörnuna.

Skíni Stjarnan!