Categories
Alm.íþróttir

FRÉTTIR

FRÉTTIR OG SAMFÉLAGSMIÐLA

Hlaupahópur

Frábært tækifæri til að koma sér af stað og prófa hlaupahóp. Hlaupanámskeið með Arnari Péturs og Halldóru Gyðu hjá Hlaupahópi Stjörnunnar. Frítt í tvö fyrstu skiptin. En námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kostar 15.000-kr.

Skráning og greiðslur inná sportabler.com – innifalið er skráning í Stjörnuhlaupið okkar 21. maí kl 16:00

Sendið inn vinabeiðni á fb síðu; https://www.facebook.com/group s/Hlaupahopurstjornunnar

Mæting í Ásgarð, sundlaug á mánudögum kl 17:30 (útiæfing) og í Miðgarð, knattspyrnuhús á fimmtudögum kl 17:30 (utanvega æfing) Síðan er frjáls mæting á laugardögum kl 09 frá Ásgarði, sundlaug með Hlaupahópnum (morgunæfing) Ýmsar upplýsingar um Hlaupahóp Stjörnunnar má finna á stjarnan.is eða hlaup.is

Hópurinn er breiður og það eru allir velkomnir – öll getustig – allir aldurhópar. Sjáumst á hlaupum í sumar.

Nýr þjálfari hjá Hlaupahópi

Kæru Stjörnur – nú liggja fyrir breytingar hvað snertir þjálfaramál hjá okkur í Hlaupahóp Stjörnunnar. Nýr yfirþjálfari Arnar Pétursson tekur við keflinu í dag 18.október. Siggi P. hefur verið þjálfari Hlaupahóps Stjörnunnar frá stofnun hans haustið 2012. Fyrstu árin sá hann einn um alla þjálfun en hefur síðan minnkað við…
Categories
Alm.íþróttir

HLAUPAHÓPUR

Starfsemi

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar.

Skráning í hópinn fer fram á sportabler.com

Þegar búið er að greiða árgjald, býðst maka eða fjölskylduafsláttur.

Þá getur virkur meðlimur óskað eftir aðgangi á fb síðu hópsins; Virkar Stjörnur 2021-2022

Þar fara fram öll samskipti milli þjálfara hópsins og meðlima.

Sbr.  Æfinga dagskrá og áherslur milli tímabila yfir árið.

Önnur fb síða hópsins; Hlaupahópur Stjörnunnar er fyrir allar almennar upplýsingar úr hlaupasamfélaginu og hugsuð sem like síða.

Yfirþjálfari hópsins er Arnar Pétursson og aðstoðarþjálfari er Halldóra Gyða Proppe.

Öll getustig eiga heima í Hlaupahóp Stjörnunnar og unnið er með þrjá hópa eða hóp 1,2 og 3.

Hlaupaæfingar eru á boðstólum með þjálfara fjórum sinnum í viku auk þess eru sendar út fleiri æfingar og fræðsla um hlaup, styrktaræfingar og keppnir. Yfir vetrarmánuði eru inniæfingar á braut í FH- Höllinni einu sinni í viku.

Til að stuðla að nýliðun eru haldin hlaupanámskeið að vori og aftur að hausti.

Mikið og gott félagsstarf er á dagskrá árlega og starfandi er Hlauparáð hópsins sem sér um rekstur og viðburði Hlaupahópsins.  Þar ber hæst árlegt Stjörnuhlaup sem haldið er í fjáröflunarskyni.

Sjáumst á hlaupum! 

Categories
Alm.íþróttir

LÍKAMSRÆKT

Stundatafla Alm. Íþrótta Stjörnunnar Veturinn 2021-2022

Frá árinu 1989 hafa Elín Birna Guðmundsdóttir og Ólafur Ágúst Gíslason  Íþróttakennarar  starfrækt Líkamsrækt B&Ó í Ásgarði í samstarfi við Almenningsíþróttadeild Störnunnar sem  stofnuð var utan um starfsemina árið 1994.

Um er að ræða morgunhóp kvenna og siðdegishópa kvenna og karla.
Sjá tímatöflu fyrir neðan. 

Laugardagar eru göngudagar.  Annan hvern laugardag er farið  í lengri göngur og þá oft út fyrir bæjarmörkin og jafnvel komið við á kaffihúsi til að slaka á og spjalla saman.

Mikil áhersla er lögð á félagslega þáttinn í þesari líkamsrækt. Eins og gerist og gengur í góðum félagsskap hafa skapast margar hefðir t.d. eru haldnir vor og haust fagnaðir, þorrablót og jeppaferðir svo fátt eitt sé nefnt .

Svo að við notum orð iðkenda um flélagsskapinn þá er þetta orðið eins og ein “Stórfjölskylda“

Því fer þó fjarri að þetta sé lokaður hópur því á hverju ári bætast nýjir þátttakendur við sem ætíð eru boðnir velkomnir.

Mottó Líkamsræktarinnar er “Við viljum lifa”

Haustnámskeið hefst mánudaginn 6. september

 

Nánari upplýsingar og skráning:
Birna: 891-8511
Ólafur: 847-2916

Kennari: Elín Birna Guðmundsdóttir, íþróttakennari
Kennari: Ólafur Ágúst Gíslason, íþróttakennari

Stundatafla haust 2021

Birna (Konur)
Mánudagur
Miðvikudagur
Föstudagur
Laugardagur
-
08:00 & 17:00
08:00 & 17:00
08:00
09:30
Staðsetning
Ásgarður
Ásgarður
Ásgarður
Útivera
Ólafur(Karlar)
Mánudagur
Miðvikudagur
Laugardagur
-
17:50 & 18:40
17:50 & 18:40
09:30
Staðsetning
Ásgarður
Ásgarður
Útivera