Categories
Alm.íþróttir

FRÉTTIR

FRÉTTIR OG SAMFÉLAGSMIÐLA

Hlaupahópur

Nýr þjálfari hjá Hlaupahópi

Kæru Stjörnur – nú liggja fyrir breytingar hvað snertir þjálfaramál hjá okkur í Hlaupahóp Stjörnunnar. Nýr yfirþjálfari Arnar Pétursson tekur við keflinu í dag 18.október. Siggi P. hefur verið þjálfari Hlaupahóps Stjörnunnar frá stofnun hans haustið 2012. Fyrstu árin sá hann einn um alla þjálfun en hefur síðan minnkað við…
Categories
Alm.íþróttir

HLAUPAHÓPUR

Starfsemi

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttdeild Stjörnunnar. Hlauparar geta valið hóp 1, 2 og 3 eftir getustigi og hver hópur hleypur að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku. Hlaupahópur Stjörnunnar er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Allir eru velkomnir á æfingar og hópurinn tekur fagnandi á móti öllum sem vilja bætast í hópinn. Hlaupahópur Stjörnunnar býður reglulega upp á  byrjendanámskeið fyrir alla þá sem eru að taka sín fyrstu skref í hlaupum.  Hluta af sumrinu er æft í Heiðmörkinni og hluta af vetrinum er boðið upp á inniæfingar og styrktaræfingar.

Hlaupahópur Stjörnunnar leggur mikla áherslu á félagsstarfið og viðburði hverskonar. Ásamt Hlauparáði sem fer með stjórnun, rekstur og fjármál, er sérstök viðburðanefnd sem skipuleggur reglulega viðburði.

Þjálfarar eru Sigurður P. Sigmundsson og Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé.

Nánari upplýsingar og æfingartíma er að finna inn á Fésbókarsíðu hópsins:

Hópurinn er svo með lokaða síðu fyrir virka aðila.

Categories
Alm.íþróttir

LÍKAMSRÆKT

Stundatafla Alm. Íþrótta Stjörnunnar Veturinn 2021-2022

Frá árinu 1989 hafa Elín Birna Guðmundsdóttir og Ólafur Ágúst Gíslason  Íþróttakennarar  starfrækt Líkamsrækt B&Ó í Ásgarði í samstarfi við Almenningsíþróttadeild Störnunnar sem  stofnuð var utan um starfsemina árið 1994.

Um er að ræða morgunhóp kvenna og siðdegishópa kvenna og karla.
Sjá tímatöflu fyrir neðan. 

Laugardagar eru göngudagar.  Annan hvern laugardag er farið  í lengri göngur og þá oft út fyrir bæjarmörkin og jafnvel komið við á kaffihúsi til að slaka á og spjalla saman.

Mikil áhersla er lögð á félagslega þáttinn í þesari líkamsrækt. Eins og gerist og gengur í góðum félagsskap hafa skapast margar hefðir t.d. eru haldnir vor og haust fagnaðir, þorrablót og jeppaferðir svo fátt eitt sé nefnt .

Svo að við notum orð iðkenda um flélagsskapinn þá er þetta orðið eins og ein “Stórfjölskylda“

Því fer þó fjarri að þetta sé lokaður hópur því á hverju ári bætast nýjir þátttakendur við sem ætíð eru boðnir velkomnir.

Mottó Líkamsræktarinnar er “Við viljum lifa”

Haustnámskeið hefst mánudaginn 6. september

 

Nánari upplýsingar og skráning:
Birna: 891-8511
Ólafur: 847-2916

Kennari: Elín Birna Guðmundsdóttir, íþróttakennari
Kennari: Ólafur Ágúst Gíslason, íþróttakennari

Stundatafla haust 2021

Birna (Konur)
Mánudagur
Miðvikudagur
Föstudagur
Laugardagur
-
08:00 & 17:00
08:00 & 17:00
08:00
09:30
Staðsetning
Ásgarður
Ásgarður
Ásgarður
Útivera
Ólafur(Karlar)
Mánudagur
Miðvikudagur
Laugardagur
-
17:50 & 18:40
17:50 & 18:40
09:30
Staðsetning
Ásgarður
Ásgarður
Útivera