Categories
Aðalstjórn

Jafnréttisáætlun

Categories
Aðalstjórn

Heiðursviðurkenningar

HEIÐURSViðurkenningar UMF STJÖRNUNNAR

Heiðursviðurkenningar UMF Stjörnunnar eru veittar árlega í tengslum við Aðalfund félagsins. 

Er öllum félagsmönnum frjálst að koma með tillögur að heiðrunum félaga, félagasamtaka og/eða sveitafélags sem unnið hefur óeigingjarnt starfi í þágu félagsins. Allar tilnefningar skulu berast á netfangið heidursvidurkenningar@stjarnan.is 

Mikilvægt er að fullt nafn og kennitala þess einstaklings sem tilnefndur er komi fram í póstinum ásamt stuttri umsögn eða yfirliti yfir það framlag sem viðkomandi hefur sinnt fyrir UMF Stjörnuna. Öllum tilnefningum skal skila inn á áðurnefnt netfang fyrir 15.mars ár hvert. 

Heiðursviðurkenninganefnd Stjörnunnar fer yfir alla þær tilnefningar sem borist hafa ár hvert og leggja fram tillögu til aðalstjórnar að úthlutun fyrir komandi Aðalfund félagsins. 

Gullmerki með lÁrviðarsveig

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir mikil og farsæl sjálfboðaliðastörf í þágu félagsins í a.m.k. 20  ár og skal viðkomandi hafa náð 45 ára aldri við afhendinguna. Þeir sem hljóta þessa viðurkenningu verða heiðursfélagar Stjörnunnar. Aldrei mega fleiri en 15 félagar, vera handhafar heiðursviðurkenningarinnar á sama tíma. Skal sá sem tilnefndur er til að fá Gullstjörnu með lárviðarsveig hafa fengið Gullstjörnu áður.

GullStjarnan

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 15 ára sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins. Viðtakandi skal hafa náð 40 ára aldri við afhendinguna. Að jafnaði skal sá sem hlýtur Gullstjörnu hafa fengið Silfurstjörnu áður.

SILFURStjarnan

Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 10 ára sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins. Að jafnaði skal sá sem hlýtur Silfurstjörnu hafa fengið Bronsstjörnu áður.

BRONSStjarnan

Starfsmerki félagsins.  Heiðursviðurkenningu þessa er heimilt að veita fyrir a.m.k. 5  ára sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins.

FÉLAGSMÁLASKJÖLDUR

Félagsmálaskjöld UMF Stjörnunnar skal veita á árlega.  Skjöldurinn er veittur einstaklingi sem unnið hefur félaginu ómetanlegt starf í áraraðir.  Þrír síðustu handhafar skjaldarins gera tillögu til aðalstjórnar um hver skuli hljóta hann.

SILFURPENINGUR

Viðurkenningu þessa er heimilt að veita aðilum utan félagsins sem hafa starfað fyrir það eða greitt götu þess á einn eða annan hátt og ástæða þykir til að þakka sérstaklega fyrir veittan stuðning eða hlýhug til félagsins.  Heimilt er að veita einstaklingum jafnt sem félögum og fyrirtækjum þessa viðurkenningu.

SILFURBARmMERKI

„Stjarna inni í hring“ er heimilt veita leikmönnum/starfsmönnum sem keppt hafa eða starfað fyrir félagið (samfellt) í  a.m.k. 5 ár eftir 18 ára aldur.

GULLBARmMERKI

„Stjarna inni í hring“ er heimilt veita leikmönnum/starfsmönnum sem keppt hafa eða starfað fyrir félagið (samfellt) í  a.m.k. 10 ár eftir 18 ára aldur.

Categories
Handbolta Fréttir

Opin markmannsæfing

Handknattleiksdeild Stjörnunnar býður öllum markmönnum deildarinnar að mæta á opnar markmannsæfingar á miðvikudögum kl 18.45 – 19.45.

Markmannsþjálfarinn Stephen Nielsen mun sjá um æfingarnar ásamt markmanni meistaraflokks kvenna, Darija Zecevic.

Verið velkomin á æfingar

Categories
Lyftingar

FRÉTTIR

FRÉTTIR OG SAMFÉLAGSMIÐLA

Lyftingadeild

No Posts found

Categories
Sund

FRÉTTIR

FRÉTTIR OG SAMFÉLAGSMIÐLA

Sunddeild

No Posts found

Categories
Alm.íþróttir

FRÉTTIR

FRÉTTIR OG SAMFÉLAGSMIÐLA

Hlaupahópur

Frábært tækifæri til að koma sér af stað og prófa hlaupahóp. Hlaupanámskeið með Arnari Péturs og Halldóru Gyðu hjá Hlaupahópi Stjörnunnar. Frítt í tvö fyrstu skiptin. En námskeiðið stendur yfir í sex vikur og kostar 15.000-kr.

Skráning og greiðslur inná sportabler.com – innifalið er skráning í Stjörnuhlaupið okkar 21. maí kl 16:00

Sendið inn vinabeiðni á fb síðu; https://www.facebook.com/group s/Hlaupahopurstjornunnar

Mæting í Ásgarð, sundlaug á mánudögum kl 17:30 (útiæfing) og í Miðgarð, knattspyrnuhús á fimmtudögum kl 17:30 (utanvega æfing) Síðan er frjáls mæting á laugardögum kl 09 frá Ásgarði, sundlaug með Hlaupahópnum (morgunæfing) Ýmsar upplýsingar um Hlaupahóp Stjörnunnar má finna á stjarnan.is eða hlaup.is

Hópurinn er breiður og það eru allir velkomnir – öll getustig – allir aldurhópar. Sjáumst á hlaupum í sumar.

Nýr þjálfari hjá Hlaupahópi

Kæru Stjörnur – nú liggja fyrir breytingar hvað snertir þjálfaramál hjá okkur í Hlaupahóp Stjörnunnar. Nýr yfirþjálfari Arnar Pétursson tekur við keflinu í dag 18.október. Siggi P. hefur verið þjálfari Hlaupahóps Stjörnunnar frá stofnun hans haustið 2012. Fyrstu árin sá hann einn um alla þjálfun en hefur síðan minnkað við…
Categories
Alm. íþrótta Fréttir

Nýr þjálfari hjá Hlaupahópi

Kæru Stjörnur – nú liggja fyrir breytingar hvað snertir þjálfaramál hjá okkur í Hlaupahóp Stjörnunnar. Nýr yfirþjálfari Arnar Pétursson tekur við keflinu í dag 18.október.

Siggi P. hefur verið þjálfari Hlaupahóps Stjörnunnar frá stofnun hans haustið 2012.

Fyrstu árin sá hann einn um alla þjálfun en hefur síðan minnkað við sig seinni árin og aðrir komið að þjálfuninni. Haustið 2020 tók hann að sér þjálfun meistaraflokks FH í millivegalengda- og langhlaupum og óskaði eftir því að draga sig út úr þjálfun hjá Stjörnunni. Af því varð ekki þá en nú er sú stund runnin upp. Við þessi tímamót vill Hlauparáð Stjörnunnar þakka Sigga P. fyrir hans mikla starf í þágu hlaupahópsins og öll árin. Hann hefur ávallt verið tilbúinn til að gefa góð ráð, hvort sem um er að ræða æfingar, undirbúning fyrir keppni, framkvæmd Stjörnuhlaupsins eða veitingu viðurkenninga á árshátíð hlaupahópsins. Dæmi um þetta er vel heppnað hlaupanámskeið núna á haustdögum.

Eftir fordæmalausan faraldur og töluverðar skerðingar á okkar daglega hlaupalífi horfir nú allt til betri vegar. Áður aflýstum hlaupum og aðrir viðburðir eiga nú von um að komast aftur á dagatalið og verða að veruleika.

Við erum nú þegar með hlaupanefnd að störfum sem leggur á ráðin með utanlandsferð nk haust. Einnig verður haldið Stjörnuhlaup á vordögum og í sumar förum við í utanvega-hlaupaferð.

Hvað snertir vetrarstarfið og næstu æfingar þá hefur Hlauparáðið ákveðið að ráða Arnar Pétursson sem aðalþjálfara hópsins. Hann mun halda utanum og skipuleggja allar æfingar hópsins og verður með okkur á æfingum á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.  Inniæfingar í FH-Höllinni byrja svo 28. október.

 Halldóra Gyða Proppé verður áfram með okkur og mun koma að æfingum með svipuðu sniði og áður. Hún mun einna helst hafa umsjón með hlaupahóp 1 og koma að tveimur æfingum í viku. Þessum fréttum fylgja eðlilega einhverjar breytingar og mun Arnar kynna sínar áherslur á mánudagsæfingum þannig að við hittumst í Ásgarði eftir æfingu og þar fer samtalið fram.

Áfram verðum við með síðu á fb „Virkar Stjörnur“ til að upplýsa félaga og halda utanum okkar dagskrá. Ekki hika við að koma sem gestur á æfingu og sjá með eigin augum hvað Hlaupahópur Stjörnunnar hefur fram að færa.

Æfingar frá Ásgarði kl 17:30 á  mánudögum og miðvikudögum. Frá Ásgarði kl 09:30 á laugardögum. Í FH- Höllinni verða inniæfingar kl 19:30 á fimmtudögum.

Upptakturinn í okkar starfi í vetur verður uppbygging og grunnur að því að ná árangri næsta sumar. Ná fram sínu besta í hlaupahátíðinni sem Reykjavíkur maraþonið er og líka hitt að gera gott mót í næstu utanlandsferð hópsins næsta haust.

Munum að skrá okkur í hópinn og greiða árgjaldið á sportabler.com,  leggja þannig grunn að góðu og farsælu starfi áfram. – Hlaupakveðja, Hlauparáð.

Categories
Stjörnu Fréttir

Fræðsludagur Stjörnunnar

Í gær, miðvikudaginn 13. október, var Fræðsludagur Stjörnunnar haldinn í veislusal Stjörnuheimilins. Á fræðsludeginum, sem haldinn er tvisvar á ári, hittast allir þjálfarar allra deilda og hlýða á erindi frá fagaðilum um hin ýmsu málefni sem eru í brennidepli. Markmiðið er að miðla þekkingu til þjálfara og þannig gera okkar þjálfara betur í stakk búna til að takast á við hin ýmsu vandamál sem upp gætu komið.

Að þessu sinni var lögð áhersla á að fjalla um jafnrétti, viðhorf og menningu innan íþróttafélaga, deilda eða einstakra flokka.

Við fengum til okkar Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnastýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur, og Viðar Halldórsson, doktor í félagsvísindum og prófessor við Háskóla Íslands. Erindi þeirra voru virkilega fræðandi og áhugaverð í alla staði og það er engin spurning að þjálfarar okkar njóti góðs af.

Categories
Handbolta Fréttir

Fókusþjálfun – námskeið

Sjúkraþjálfarinn Tinna Jökulsdóttir verður með frábært námskeið í boði fyrir iðkendur á aldrinum 12-15 ára (8. – 10. bekkur).

Lögð er áhersla á viðbraðgsþjálfun, einbeitingu, styrk og jafnvægi sem gagnast öllum metnaðarfullum íþróttakrökkum til að ná lengra í sinni íþrótt. Einnig verður farið ítarlega í æfingar sem hjálpa til við meiðslaforvarnir.

Í boði er 8 vikna námskeið þar sem æft er í 1 klst í senn á laugardagsmorgnum frá kl 9.00-10.00. Æfingar hefjast laugardaginn 16. október.

Skráning er hafin á Sportablervefverslun Stjörnunnar.

Categories
Logo FB

AO

AO