Starfsemi

Hlaupahópur Stjörnunnar er hluti af Almenningsíþróttdeild Stjörnunnar. Hlauparar geta valið hóp 1, 2 og 3 eftir getustigi og hver hópur hleypur að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum í viku. Hlaupahópur Stjörnunnar er bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Allir eru velkomnir á æfingar og hópurinn tekur fagnandi á móti öllum sem vilja bætast í hópinn. Hlaupahópur Stjörnunnar býður reglulega upp á  byrjendanámskeið fyrir alla þá sem eru að taka sín fyrstu skref í hlaupum.  Hluta af sumrinu er æft í Heiðmörkinni og hluta af vetrinum er boðið upp á inniæfingar og styrktaræfingar.

Hlaupahópur Stjörnunnar leggur mikla áherslu á félagsstarfið og viðburði hverskonar. Ásamt Hlauparáði sem fer með stjórnun, rekstur og fjármál, er sérstök viðburðanefnd sem skipuleggur reglulega viðburði.

Þjálfarar eru Sigurður P. Sigmundsson og Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé.

Nánari upplýsingar og æfingartíma er að finna inn á Fésbókarsíðu hópsins:

Hópurinn er svo með lokaða síðu fyrir virka aðila.