Categories
Lyftingar

STARFSEMI

starfsemi

51169523_1151506231698867_3133500296827764736_o

Árið 2011 stofnuðu nokkrir ungir menn íþróttafélag hér í bænum, Kraftlyftingafélag Garðabæjar, sem hafði meðal annars það að markmiði að skapa góða aðstöðu til kraft- og styrktarþjálfunar.

Lyftingadeild Stjörnunnar er arftaki gamla félagsins en það fór undir merki Stjörnunnar árið 2012. Í dag er deildin með eina bestu aðstöðu á landinu fyrir ólympískar og kraftlyftingar. 11 lyftingarekka, 4 bekkpressubekki og mikið magn af keppnislóðum. Lóðin eru frá Eleiko og Rogue og eru þau stimpluð lögleg í keppni innan IPF og IWF.

Lyftingadeildin sendir keppendur á mót hjá Kraflyftingasambandi Íslands og Lyftingasambandi Íslands en bæði samböndin eru hluti af ÍSÍ. Það þýðir að keppendur deildarinnar geta sett sér háleit markmið og stefnt á alþjóðleg mót innanlands og utanlands. Markmið deildarinnar eru að bjóða upp á fyrsta flokks aðstöðu, þjálfa upp fyrsta flokks íþróttafólk og stuðla að góðu umhverfi sem iðkendur vilja vera í.

 

 

Categories
Fotbolti

MEISTARAFLOKKUR KARLA

Categories
Fótbolta Fréttir

Nýr leikmaður

Kæra Stjörnufólk!

Markvörðurinn Chanté Sandi­ford er gengin til liðs við Stjörn­una, frá Haukum, og mun hún leika með liðinu næstu þrjú keppn­is­tíma­bilin hið minnsta. Chanté er 31 árs göm­ul en hún kom fyrst hingað til lands árið 2015 þegar hún gekk til liðs við Sel­foss þar sem hún lék í þrjú tíma­bil. Hún á að baki 36 leiki í efstu deild hér á landi og þá á hún að baki fimm lands­leiki fyr­ir Guy­ana frá ár­inu 2016. Chanté er nú búsett á Íslandi og fann sér að sjálfsögðu heimili í Garðabæ.

Við bjóðum Chanté velkomna til okkar í Stjörnuna.

Skíni Stjarnan!