Lýsing á sundhópum
stjarnan-header-1

Lýsing á sundhópum

Ungbarnasund

Ungbarnasund er einstök upplifun sem allir nýbakaðir foreldrar ættu að prófa en deildin býður bæði upp á tíma fyrir byrjendur og framhaldshópa. Birna sundkennari, sem allir Garðbæingar þekkja, hefur séð um kennsluna en óhætt er að fullyrða að með Birnu við stjórnvölinn þarf ekki að leita víðar enda Birna einstakur sundkennari með áralanga reynslu. Kennt er í Sjálandi. Nánari upplýsingar og skráning hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , 891-8511

 

Barnasund


Barnasund er hugsað fyrir börn á aldrinum 3 -6 ára. Um er að ræða námskeið þar sem, á líflegan hátt, er farið í grunninn á sundgreininni. Námskeiðið er afar góður grunnur fyrir skólasund og er m.a. lögð áhersla á þau öryggisatriði sem hafa þarf í huga þegar farið er í sund. Foreldrar eru velkomnir með á námskeiðin og í raun er til þess ætlast, a.m.k. við upphaf námskeiða. Sunddeild Stjörnunnar hefur til langs tíma boðið upp á þessi námskeið en þau þykja einstaklega gagnleg og skemmtileg; spyrjið hvern þann sem farið hefur! Hvert námskeið er 12 skipti. Barn1 er kennt tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.

Nánari upplýsingar hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

E-Hópur

E-hóparnir eru byrjendahópar sem hugsaðir eru fyrir börn á aldrinum 4 – 7ára (kútalausir). Þeir eru gott framhald af Barnasundinu en svo kallaður E hópur er hugsaður sem framhaldshópur fyrir yngri krakka, eða börn á aldrinum 4 -6 ára og svo aðrir E hópar sem eru 5-7ára. Æft er tvisvar í viku og kennt er í :Mýrinni, Álftanes og Sjálandi. Nánari upplýsingar hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

D-Hópar


D hóparnir eru bæði byrjenda- og framhaldshópar í senn og hugsaðir fyrir börn á aldrinum 6–8 ára í Sjálandi og Mýrinni eða 7-8ára á Álftanesi . D hóparnir eru gott framhald fyrir þá sem hafa tekið þátt í E hópunum. Æft er tvisvar í viku og kennt er í :Mýrinni, Álftanes og Sjálandi. Nánari upplýsingar hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

C-Hópur

C-hópurinn er keppnishópur fyrir byrjendur þar sem farið er sérstaklega í að fínpússa sundstílinn og heldur öflugri þjálfun. Hér fer einnig fram kennsla fyrir eldri byrjendur. Einkum er stílað inn á aldurinn 8 – 11 ára. Æft er þrisvar í viku: C1: 2xMýrin og 1xÁsgarður C2: 2xSjáland og 1xÁsgarður C3: 3xÁlftanes og 1xÁsgarður. C3 syndir með D3.  Nánari upplýsingar hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

B-Hópur

B-hópurinn er fyrir aldurinn 11 – 15 ára. Hér er á ferðinni efnilegur æfinga- og keppnishópur þar sem flestir æfa með afreksþjálfun í huga en auðvitað eru allir þeir sem bara viljahalda sér í formi einnig velkomnir. Ásgarði: æfir 4 sinnum í viku.  Nánari upplýsingar hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

A-Hópur

A-hópurinn er í senn efnilegur keppnis- og æfingarhópur þar sem flestir æfa með afreksþjálfun í huga en auðvitað eru þeir sem vilja bara halda sér í formi einnig velkomnir. Flestir í þessum hópi eru 13 ára og eldri. Æft er sex sinnum í viku undir handleiðslu reyndra þjálfara ásamt morgunæfingar á álagspunktum.  Nánari upplýsingar hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Eldri kynslóðin

Fyrir þá eldri þá er mikið og fjölbreytt starf í boði

Vatnsleikfimi
Tvö kvöld í viku boðið upp á vatnsleikfimi. Umsjón með henni hefur Birna en Birna býður einnig upp á námskeið fyrir barnshafandi konur. Nánari upplýsingar og skráning hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , 891-8511

Skriðsundanámskeið

Skriðsundnámskeiðin hennar Birnu hafa um langt árabil verið afar vinsæl. Í vetur verður boðið upp á nokkur slík en námskeiðin  verða nánar auglýst síðar. Fyrir þá sem halda vilja áfram, að skriðsundnámskeiði loknu, er Garpasund mjög gott framhald. Auglýst sérstakleg.   Nánari upplýsingar og skráning hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , 891-8511.

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer