Sund
stjarnan-header-1
Sund
Gildi3

Sund – skráning hafinn á nýrri önn

Sund – skráning hafinn á nýrri önn

Höldum áfram miklu og skemmtilegu sundstarfi, allt frá ungbarnasundi upp í vatnsleikfimi fyrir fólk á besta aldri. Æfingarhópar frá 3ára aldri og lögð áhersla að hafa starf þar sem allir ættu að geta fundið sig. Geta iðkenndur bæði farið kennsluleiðina ásamt því að veita þeim góða afreksþjálfun sem vilja fara keppnisleiðina. En undir 10ára er eingöngu farið á mót sem eru hvetjandi og þar sem stíll og flott sund er í fyrirrúmi. Semsagt eitthvað fyrir alla, þar sem holl og góð hreyfing er í fyrirrúmi í góðra vina hóp.

Hefur sunddeildin mikið starf í 4 sundlaugum Garðabæjar (Ásgarður, Álftanes, Sjálandsskóla og TM höllin (Mýrin)) og tengir marga æfingarhópanna í yngra starfinu við gæslur skólanna þannig hægt er að tengja dagvistina og íþróttastarfið saman.

Hægt er að skoða framboðið undir stundatöflunni hjá sunddeildinni (her fyrir ofan) og hægt er að skrá í hópanna í gegnum skráningarkerfið www.stjarnan.felog.is

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Stjörnuheimilinu á opnunnartíma.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer