Sunddeild Stjörnunnar mætti með 20 börn úr ABC hópum í sundlaug Kópavogs á vormót Breiðabliks um sl. helgi. Gekk öllum stjörnum mjög vel margir á sínu fyrsta móti og voru félaginu til mikils sóma. Ágústa Inga úr B hóp vann brons fyrir 200m skrið og bróðir hennar Þorsteinn Karl úr A vann brons í 50m skriði og silfur í 50m bringu og 100m skriði. Næst er það AMÍ á Akureyri.