Sund
stjarnan-header-1
Sund
Gildi3

Æfingaferð ágúst 2017

Sunddeildin fór í æfingaferð til Calella á Spáni 12.-19. ágúst sl.  8 börn á aldrinum 10.-14. ára fóru og syntu þau 9 æfingar á þessari viku.  Mest synti einstaklingur 45 km og sá sem synti styðst fór 35 km.  Bæði Hannes og Sindri fóru þessa ferð ásamt fararstjóra úr foreldrahópnum.  Gistum við á hóteli með mat innifalið og reyndist það vel.  Calella er lítill strandbær, með stórri 50m útilaug í göngufæri frá hótelinu, einnig var ströndin í göngufæri.  Frítíminn var nýttur til að borða, fara í rennibrautargarð, ströndina, þar sem hópurinn prófaði wipe out braut og farið var á bananabát og til að kynnast bænum.  Krakkarnir stóðu sig rosalega vel og ekkert stórvægilegt kom upp, flottir krakkar hér á ferð. Virkilega skemmtileg ferð sem hrissti hópinn vel saman fyrir æfingar og mót vetrarins.  Til stendur að fara aðra æfingarferð að ári og fara nú til Kristiansand í Noregi.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
ERINDI 5 
 
 
Gestabok
netsofnun
Gardabaer