Sund
stjarnan-header-1
Sund
Gildi3

Skráning hafinn hjá Sunddeildinni

Sunddeild Stjörnunnar hefur það að markmiði að vera í hópi bestu sunddeilda landsins. Deildin, sem hefur á að skipa góðum og reyndum þjálfurum, leitast við að bjóða upp á fjölbreytni. Þannig geta iðkendur hvort heldur sem er valið að fara almenna leið þar sem góður grunnur er lagður að sundkunnáttu til lífstíðar eða keppnisleið þar sem veitt er fagleg afreksþjálfun og tekið þátt í helstu sundmótum landsins. Börn sem eru undir 10 ára fara eingöngu á mót sem eru hvetjandi og þar sem stíll og flott sund er í fyrirrúmi. Sem sagt í sunddeild Stjörnunnar, þar sem hreyfing er í fyrirrúmi,er eitthvað að finna fyrir alla.

 

Hefur sunddeildin aðgang að 4 frábærum sundmannvirkjum: Ásgarður, Álftanes, Mýrin og Sjáland.

 


Mikil fjölbreytni er í boði hjá Sunddeild Stjörnunnar og má meðal annars nefna:

  • Ungbarnasund
  • 3-6ára barnanámskeiðin okkar í fylgd foreldra
  • Æfingarhópar, allt frá 4 ára aldri og uppúr.
  • Vatnsleikfimi
  • Einkaþjálfun
  • Og fleira

 

Hægt er að lesa nánar um lýsingar á hópum: http://stjarnan.is/sund/lysing-a-sundhopum

 

Hægt er að sjá stundatöflu: http://stjarnan.is/images/sund/swimm.JPG

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða í gegnum síma 661-3210 (Friðbjörn yfirþjálfari eftir kl.17 á daginn).

 

Kveðja

Þjálfarar og stjórn

 

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer