Hvað er að vera stjörnufélagi?
Þann 1. maí 2016 tók UMF Stjarnan upp í samræmi við lög félagsins, félagsgjald fyrir
félagsmenn sem greiða ekki æfingagjald. Félagsgjald Stjörnunnar er 4.500 kr. á hvern félaga. Tekjurnar af félagsgjaldinu hvert ár eru nýttar til að fara í nauðsynlegar endurbætur og viðhald á Stjörnuheimilinu sem upphaflega var byggt með söfnun og átaki sjálfboðaliða félagsins.
Á hverju ári er iðkendum eldri en 18 ára og forráðamönnum iðkenda félagsins sendur valkvæður greiðsluseðil í heimabankann sem við hvetjum alla til að greiða og leggja þannig sitt að mörkum við uppbyggingu og viðhald á félagsaðstöðu félagsins.
HLUNNINDI SEM FÉLAGSMAÐUR STJÖRNUNNAR NÝTUR:
- hefur atkvæðisrétt á aðalfundi félagsins
- fær 15% afslátt af leigu á Stjörnuheimilinu
- fær brjóstnælu merkta Stjörnunni
