Reglur í minnibolta
stjarnan-header-1

Reglur í minnibolta

Reglur í minnihandbolta
1.Leikurinn á að vera jákvæður og skemmtilegur
2.Leiktíminn er 1 x 9 mínútur
3.Boltinn á að vera tærð 0 47 – 49 cm oh vega 250 -300 gr.
4.4 leikmenn í hverju liði, 3 útileikmenn og 1 markmaður
5.Markmaður má fara með í sókn, en verður að hlaupa strax til baka í markið þegar andstæðingar ná boltanum.
6.Það má skipta um markmann allan leikinn, en það er þó alltaf bara sá sem er titlaður markmaður hverju sinni af þjálfara.
7.Þegar leikurinn hefst byrjar annað liðið með boltann hjá markmanni og andstæðingarnir standa við sína teiglínu
8.Um leið og leikurinn hefst má vörnin koma út og reyna að vinna (fiska) boltann.
9.Það á að reyna að vinna boltann án þess að snerta, ýta eða slá andstæðinginn
10.Reglunar um tvígrip, skref og 3. sekúndur skuli bara dæmt þegar leikmaðurinn hagnast af því.
11.Þegar liðið hefur misst boltann verða leikmenninir að hlaupa til baka og snerta teiglínu sína með fæti áður en þeir reyna að vinna boltann af andstæðingnum.
12.Þegar liðið hefur skorað þá hlaupa leikmenn til baka að teiglínu og snerta hana með fætinum.
13.Fara verður yfir miðju vallar til þess að geta skorað mark.
14.Byrja skal leik frá markmanni þegar mark hefur verið skorað.
15.Alltaf þegar boltinn fer útfyrir endalínu er útkast frá markmanni. (aldrei horn)
16.Þjálfara er leyfilegt að ganga inn á völlinn ef þess er þörf ( þjálfarar eru dómarar og eru inná vellinum)
17.Mörk og úrslit leikja eru ekki talin og skráð svo sýnilegt sé.