Lyftingar
stjarnan-header-1
Lyftingar
Gildi3

Einn besti lyftingasalur landsins er nú í Garðabæ

Kæru Stjörnumenn

Ég má til með að deila með ykkur smá jákvæðum fréttum enda eflaust meiri eftirspurn en framboð af því þessa dagana. Fyrir 9 árum stofnuðu nokkrir ungir menn íþróttafélag hér í bænum, Kraftlyftingafélag Garðabæjar, sem hafði meðal annars það að markmiði að skapa góða aðstöðu til kraft- og styrktarþjálfunar.

Í fyrradag var stærsta áfanganum náð en Lyftingadeild Stjörnunnar, arftaki gamla félagsins, tók á móti stórri sendingu frá Bandaríkjunum af hágæða lyftingabúnaði, um 1.5 tonn af lóðum og 11 lyftingastangir ásamt fleiru. Tækjabúnaðurinn er alfarið fjármagnaður með framlögum iðkenda en við höfum verið að safna fyrir þessu undanfarin ár. Lyftingadeild Stjörnunnar er eina deild félagsins sem fjármagnar tækjabúnað sinn með þessum hætti.

Við erum hvergi nærri hættir og stefnan er sett á að byggja upp besta lyftingasal á landinu. Deili með ykkur myndum af aðstöðunni og nýju tækjunum. Við erum í skýjunum yfir þessu og ég hvet ykkur til að koma í heimsókn og finna lyktina af nýju lóðunum.

Besta kveðja.

Alexander Ingi

Meðstjórnandi í Lyftingadeild

 

lyftingardeild2

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer