Lyftingar
stjarnan-header-1
Lyftingar
Gildi3

Ingólf­ur Þór Ævarsson setti Íslands­met

Ingolfu

 

Ingólf­ur Ævars­son úr Stjörn­unni setti nýtt Íslands­met í jafn­hend­ingu í 109 kg þyngd­ar­flokki í ólymp­ísk­um lyft­ing­um á Jóla­móti Stjörn­unn­ar sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ á laug­ar­dag­inn.

Ingólf­ur lyfti 167 kíló­um í þriðju til­raun eft­ir að hafa mistek­ist að lyfta minni þyngd­um í fyrstu og ann­arri til­raun. Fyr­ir það fékk hann 319,18 sincla­ir-stig.

Alls kepptu 23 kon­ur og 18 karl­ar á mót­inu og í efstu sæt­um urðu eft­ir­tal­in:

Karl­ar:

1.sæti: Ingólf­ur Ævars­son 319,18 sincla­ir
2.sæti: Emil Ragn­ar Ægis­son 312,25 sincla­ir
3.sæti: Arn­ór Gauti Har­alds­son 304,04 sincla­ir

Kon­ur:

1.sæti: Birna Ara­dótt­ir 225,2 sincla­ir
2.sæti: Inga Arna Ara­dótt­ir 215,8 sincla­ir
3.sæti: Birta Líf Þór­ar­ins­dótt­ir 201,4 sincla­ir

Liðabik­ar­inn fór til Lyft­inga­fé­lags Reykja­vík­ur.

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer