Lyftingar
stjarnan-header-1
Lyftingar
Gildi3

Dagfinnur Ari íþróttakarl UMSK

Kraftlyftingafólkið Dagfinnur Ari Normann Stjörnunni  og Fanney Hauksdóttir Gróttu voru valin íþróttakarl og íþróttakona UMSK 2016 á ársþingi UMSK. 

Íþróttakarl: Dagfinnur Ari Normann Stjörnunni

 

Dagfinnur Ari hefur æft íþróttina með Lyftingadeild Stjörnunnar síðan 2011 og áður á eigin vegum. Á árinu 2016 hreppti Dagfinnur Ari 4. sætið í bekkpressu á HM í klassískum kraftlyftingum í Texas, í Bandaríkjunum. Hann varð í 2. sæti á EM í bekkpressu og í 3. sæti á NM unglinga. Hér heima varð hann bikarmeistari í -83 kg flokki í kraftlyftingum ásamt því að verða Íslandsmeistari í -83 kg flokki í klassískum kraftlyftingum, opnum flokki, og ungmennaflokki. Dagfinnur Ari var lykilmaður í sigri Stjörnunnar í liðakeppni mótsins. Síðast en ekki síst vann hann í sínum flokki á „Reykjavík International Games” (RIG).

Eftir allt þetta á Dagfinnur Ari 42 Íslandsmet og þar af setti hann 20 á árinu 2016.

Dagfinnur Ari hefur mikinn metnað fyrir íþróttinni og er stofnfélagi í Lyftingadeild Stjörnunnar. Hann er öðrum til fyrirmyndar, hvort sem litið er til ástundunar, mataræðis eða félagsanda. Hann hefur ávallt sýnt mjög íþróttamannslega framkomu á vegum félagsins og er mjög vel liðinn af öllum sem verða á vegi hans. Dagfinnur Ari hefur aðstoðað við þjálfun og leiðsögn nýrra meðlima og tekið virkan þátt í félagsstörfum.

 

UMSK Íþróttakarl og Íþróttakona

 

Á myndinni eru Valdimar Leo Friðriksson, Elin Smáradóttir formaður Gróttu sem tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Fanneyjar og Dagfinnur Ari Normann.

 

Iðkendur

SkraIdkanda
felagsgj-509x185
 
 
 
 
 
Gardabaer